fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Jens Garðar leiðir lista Sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. apríl 2018 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jens Garðar Helgason, oddviti listans og formaður bæjarráðs, Ragnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi, og Dýrunn Pála Skaftadóttir, bæjarfulltrúi, skipa efstu sæti listans.

Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð hefur samþykkt framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, sem fram fara þann 26. maí næstkomandi.

Jens Garðar Helgason, núverandi oddviti flokksins og formaður bæjarráðs, skipar efsta sæti listans en Sjálfstæðisflokkurinn er með þrjá fulltrúa í núverandi bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Talsverð endurnýjun er á listanum frá því í kosningunum árið 2014. Konur eru í meirihluta frambjóðenda en listann skipa tíu konur og átta karlar.

Jens Garðar segir það ánægjuefni hversu margir óskuðu eftir sæti og sýndu áhuga, sérstaklega konur. „Það er mikilvægt að ná saman hóp sem á skírskotun í alla byggðakjarna, aldurshópa, málaflokka og þá fjölbreytni sem Fjarðabyggð hefur hvort sem það er í atvinnulífinu, menningu eða íþrótta- og æskulýðsmálum. Ég er mjög ánægður með listann, fólk með mikla reynslu og með ólíkan bakgrunn.“

Tillaga uppstillingarnefndar var samþykkt einróma og fylgir framboðslistinn hér að neðan.

  1. Jens Garðar Helgason, Eskifirði, framkvæmdastjóri
  2. Dýrunn Pála Skaftadóttir, Fáskrúðsfirði, verslunarstjóri
  3. Ragnar Sigurðsson, Reyðarfirði, lögfræðingur
  4. Heimir Gylfason, Neskaupstað, rafeindavirki
  5. Elísabet Esther Sveinsdóttir, Reyðarfirði, fulltrúi mannauðsmála
  6. Sara Atladóttir, Eskifirði, knattspyrnuþjálfari
  7. Arnór Stefánsson, Breiðdalsvík, hótelstjóri
  8. Jóhanna Sigfúsdóttir, Reyðarfirði, innkaupafulltrúi
  9. Sævar Guðjónsson, Eskifirði, leiðsögumaður
  10. Kristín Ágústsdóttir, Neskaupstaður, landfræðingur
  11. Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, Eskifirði, leikskólastjóri
  12. Ingibjörg Karlsdóttir, Reyðarfirði, verkefnastjóri
  13. Magnús Karl Ásmundsson, Reyðarfirði, skipuleggjandi
  14. Kristinn Þór Jónasson, Eskifirði, verkstjóri
  15. Svanhildur Björg Pétursdóttir, Reyðarfirði, vélfræðingur
  16. Kjartan Glúmur, Reyðarfirði, kennari
  17. Katrín Pálsdóttir, Neskaupstað, nemi og knattspyrnukona
  18. Dóra Gunnarsdóttir, Fáskrúðsfirði, húsmóðir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?