fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Píratar á Suðurnesjum styðja ljósmæður og gagnrýna heilbrigðisráðherra: „Með öllu óásættanlegt“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. apríl 2018 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratar á Suðurnesjum             Mynd-Facebooksíða Pírata

Stjórn Pírata á Suðurnesjum, ásamt frambjóðendum Pírata í Reykjanesbæ, lýsa stuðningi sínum við ljósmæður í yfirstandandi kjaradeilu þeirra, en birt var yfirlýsing þess efnis á facebooksíðu Pírata á Suðurnesjum í gær.

 Stjórn Pírata á Suðurnesjum og frambjóðendur Pírata í Reykjanesbæ lýsa yfir stuðningi við ljósmæður í kjaradeilu þeirra. Ljósmæður eru nauðsynlegar í okkar samfélagi og vinna eitt af mikilvægustu störfum landsins sem er að taka á móti nýjum Íslendingum. Það er með öllu óásættanlegt að þeir hjúkrunarfræðingar sem mennta sig sem ljósmæður, með vaxandi ábyrgð og auknum tilkostnaði, lækki í launum, þetta þarf að leiðrétta strax.

 Þá gagnrýna Píratar heilbrigðisráðherra fyrir að ekki sé boðið upp á fæðingarþjónustu í Reykjanesbæ:

„Einnig vill stjórn Pírata á Suðurnesjum og frambjóðendur Pírata í Reykjanesbæ koma því á framfæri við hæstvirtan heilbrigðisráðherra að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur ekki verið gert kleift að bjóða upp á þá þjónustu sem þarf til þess að allir íbúar í Reykjanesbæ geti átt sín börn í heimabyggð sem telur nú yfir 18 þúsund íbúa. Undanfarin ár hefur fæðingarþjónustu Ljósmæðravaktar verið lokað vikum saman yfir sumartímann og ekki hefur verið starfandi kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir þar í fullu starfi til lengri tíma. Þessi þjónustuskerðing er óásættanleg á svona fjölmennu svæði sem nær yfir öll Suðurnesin, þar sem íbúafjölgun hefur verið gríðarleg á undanförnum árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris