fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Bæjarfulltrúar BF hættir í Hafnarfirði: „Uggandi yfir að Sjálfstæðisflokkurinn verði nánast einráður“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. apríl 2018 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar.
Mynd: DV

Þau Guðlaug S. Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson, bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, hafa sagt sig úr flokknum. Þau hyggjast bæði sitja sem óháðir fulltrúar út kjörtímabilið, en Björt framtíð er í meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Guðlaug er forseti bæjarstjórnar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

Haft er eftir Björt Ólafsdóttur, formanni Bjartrar framtíðar, að þetta komi henni ekki á óvart, þar sem þau hefðu bæði lýst yfir að þau gæfu ekki kost á sér aftur. Guðlaug sé í veikindaleyfi og Einar fluttur úr bænum. Það kom henni þó á óvart að þau ætli sér að verða óháðir bæjarfulltrúar:

„Það kemur mér þó á óvart að þau ætli að verða óháðir bæjarfulltrúar. Ég veit ekki hvað það þýðir. Ég er uggandi yfir að Sjálfstæðisflokkurinn verði nánast einráður í Hafnarfirði, því þau eru ekki á staðnum sem fulltrúar okkar.“

 

Aðspurð hvort varabæjarfulltrúar getu ekki leyst þau af, sagðist Björt ekki hafa kannað málið.

„Það er engin sérstök dramatík núna, þetta er bara ákvörðun sem við tókum,“

segir Guðlaug. Þá er haft eftir henni að ástæðan fyrir ákvörðuninni séu samstarfsörðugleikar innbyrðis, auk þess sem Guðlaug styðji ekki sameiginlegt framboð Bjartrar framtíðar og Viðreisnar fyrir næstu kosningar.

Einar Birkir segir að þetta hafi átt sér langan aðdraganda:

„Þetta átti sér nokkuð langan aðdraganda, við gengum ekki í takt í hópnum. Við höfum náð góðum árangri í gegnum þennan sáttmála og teljum að það skipti höfuðmáli. Okkur langar að eyða orkunni í að standa við hann frekar en að beina henni inn á við,“

segir Einar Birkir, sem sagði ákvörðunina sameiginlega. Sáttmálinn sem hann vísar til er samstarfssáttmáli BF og Sjálfstæðisflokksins, sem var að mestu höndum hans og Guðlaugar og vilji þau vera honum trú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“