Framboðslisti Vinstri grænna í Borgarbyggð var samþykktur á félagsfundi fyrr í kvöld vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí nk. Listann leiðir Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, bóndi og náms- og starfsráðgjafi, en hún hefur gengt fjölda trúnaðarstarfa fyrir VG í gegnum tíðina og á kjörtímabilinu sem er að líða hefur hún verið fulltrúi í fræðslunefnd Borgarbyggðar.
Í öðru sæti er Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðsstjóri auðlindasviðs Skógræktarinnar og sveitarstjórnarfulltrúi, en hún var einnig í öðru sæti í síðustu kosningum. Nýr í þriðja sæti er Eiríkur Þór Theódórsson, móttöku- og sýningastjóri, en hann tekur þátt á listanum sem óháður frambjóðandi. Eiríkur hefur í gegnum tíðina gegnt ýmsum ábyrgðarhlutverkum í félagsstörfum, og er m.a. varaformaður ungliðahreyfingar ASÍ og meðstjórnandi í stjórn Stéttarfélags Vesturlands.
V-listinn í Borgarbyggð í heild sinni:
Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir. 36 ára. Bóndi og náms- og starfsráðgjafi. Reykholti