fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Ummæli Þórdísar, Þetta er í boði skattgreiðenda, sögð skaða ferðaþjónustuna

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 26. mars 2018 11:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, er sögð skaða ferðaþjónustuna með orðum sínum í viðtali við Stöð 2 á fimmtudag, er hún sagði að þeir 2.8 milljarðar sem setja ætti í framkvæmdir við ferðamannastaði væru í „boði skattgreiðenda.“ Frá þessu er greint á vefritinu Túristi.is.

Óánægja ríkir meðal margra innan ferðaþjónustunnar því með skýringu sinni er Þórdís sögð líta framhjá því að gistináttaskatturinn var upphaflega settur á til þess að fjármagna framkvæmdarsjóð ferðamannastaða. Sá skattur færir ríkissjóði 1.4 milljarð króna samkvæmt fjárlögum.

Margir eru Þórdísi reiðir fyrir ummælin og er hún látin finna til tevatnsins í spjallhópum á Facebook.

 

Í athugasemdarkerfinu á Baklandi ferðaþjónustunnar eru ummæli ráðherra sögð óviðeigandi og niðurlægjandi fyrir ferðaþjónustuna.

Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður ráðherra, kemur þar Þórdísi til varnar og segir:

„Ráðherra tók skýrt fram í þessu viðtali að „ferðaþjónustan skilar gífurlegum fjárhæðum í ríkiskassann í dag“, eins og er haft þarna orðrétt eftir henni í fréttinni. Þetta sjá allir sem lesa meira en fyrirsagnir. Það þarf ekki að hafa mikið fleiri orð um það.“

Einnig:

„Þú veist að vísu sjálfur að þetta eru 4,3 milljarðar. – Ummæli ráðherra um að ferðaþjónustan skilar gífurlegum skatttekjum standa algjörlega fyrir sínu og þarfnast engra frekari skýringa. Þeir sem vilja ekki heyra það sem ráðherra sagði verða bara að eiga það við sig. – Ég ítreka að ég mæli með meiri gleði. Þessir 4,3 milljarðar ættu að vera góð tíðindi í hugum allra og það er fullkominn óþarfi, og rúmlega það, að reyna að lesa það versta mögulega út úr orðum fólks til að reyna að skyggja á þessi góðu tíðindi.“

 

Á vef túrista er haft eftir ónafngreindum heimildarmönnum að ráðherra sé „ekki með okkur í liði“, ummæli hennar skrifist á „fákunnáttu“, „misskilning“, eða „vanþekkingu“.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur