fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. mars 2018 18:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík

Opinn félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti nú fyrir stundu tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Um er að ræða fullskipaðan 46 einstaklinga framboðslista þar sem rík áhersla er lögð á fjölbreyttan bakgrunn frambjóðenda auk dreifingar í aldri, kyni og búsetu.

 

„Líkt og í öðrum verkum flokksins verða áherslur Viðreisnar í borginni á frjálslyndi, víðsýni, almannahagsmuni og jafnrétti með það að leiðarljósi að Reykjavík verði enn betri borg til að búa í.

 

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík:

 

“Reykjavík er frábær borg þar sem mætast borgarmannlíf og nálægð við náttúru. Okkur í Viðreisn er sérstaklega umhugað um að setja fókusinn á þarfir borgarbúa í daglegu lífi í borginni. Leiðarljósið okkar er að tryggja borgarbúum góða þjónustu, framúrskarandi menntun, heildstætt skipulag og góðar samgöngur. Þannig viljum við stuðla að því að Reykjavík verði besta borg í Evrópu sem við teljum raunhæft ef vel er haldið á spöðunum.”

Framboðslista Viðreisnar í Reykjavík skipa eftirtaldir aðilar:

1. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, rekstrarhagfræðingur
2. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur
3. Diljá Ámundadóttir, almannatengill og varaborgarfulltrúi
4. Gunnlaugur Bragi Björnsson, viðskiptafræðingur
5. Vilborg Guðrún Sigurðardóttir, grunnskólakennari
6. Geir Finnsson, formaður Uppreisnar í Reykjavík
7. Arna Garðarsdóttir, mannauðsstjóri Landbúnaðarháskóla Íslands

8. Ingólfur Hjörleifsson, aðjúnkt við verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ
9. Helga Lind Mar, laganemi, frístundaleiðbeinandi og aktívisti
10. Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri
11. Sara Sigurðardóttir, sérfræðingur í markaðsmálum
12. Árni Grétar Jóhannsson, leikstjóri og leiðsögumaður
13. Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, nemi
14. Freyr Gústavsson, tekjustjóri
15. Þórunn Hilda Jónasdóttir, verkefnastjóri viðburða
16. Arnar Kjartansson, nemi
17. Jenný Guðrún Jónsdóttir, rekstarstjóri
18. Sverrir Kaaber, skrifstofustjóri
19. Kristín Ágústsdóttir, sérfræðingur
20. Oddur Mar Árnason, þjónn
21. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar
22. Einar Thorlacius, lögfræðingur
23. Þorbjörg Inga Þorsteinsdóttir, lögfræðingur
24. Aron Eydal Sigurðarson, þjónustufulltrúi
25. Aðalbjörg Guðmundsdóttir, náms og starfsráðgjafi
26. Gylfi Ólafsson, doktorsnemi
27. Dóra Tynes, lögmaður
28. Lárus Elíasson, verkfræðingur
29. Sóley Ragnarsdóttir, lögfræðingur
30. Starri Reynisson, stjórnmálafræðinemi
31. Sandra Hlín Guðmundsdóttir, nám- og starfsráðgjafi
32. Einar Karl Friðriksson, efnafræðingur
33. Sigrún Helga Lund, dósent í líftölfræði
34. Jón Bjarni Steinsson, framkvæmdastjóri
35. Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, markaðsstjóri
36. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands
37. Ásdís Rafnar, lögfræðingur
38. Lúðvíg Lárusson, sálfræðingur
39. Stefanía Sigurðardóttir, viðburðastjóri
40. Samúel Torfi Pétursson, skipulagsverkfræðingur
41. Jóhanna E. Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur
42. Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri
43. Tanja Kristín Leifsdóttir, grunnskólakennari
44. Andri Guðmundsson, deildarstjóri
45. Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir, fyrrverandi lektor
46. Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“