fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Eyjan

170 milljarða vantar í vegakerfið: „Mér er fullkunnugt um hve staðan er slæm víða,“ segir Sigurður Ingi

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 19. mars 2018 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegakerfið á Íslandi er víða holótt

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir í Morgunblaðinu að fyrir liggi samkvæmt gögnum að minnst 170 milljarða þurfi í nauðsynlegar vegaframkvæmdir á Íslandi og jafnvel meira. Hann segir mikilvægt að tekið sé heildstætt á málunum en ekki með skyndiaðgerðum. Unnið sé að samgönguáætlun sem ríma eigi við ríkisfjármálaáætlun.

 

„Mér er fullkunnugt um hve staðan er slæm víða,“ segir Sigurður Ingi í Morgunblaðinu.

 

Samkvæmt Sigþóri Sigurðssyni, forstjóra verktakafyrirtækisins Hlaðbær Colas, sem sér um margvíslegar malbikunarframkvæmdir, er uppsöfnuð viðhaldsþörf vegakerfisins um 30 milljarðar króna frá hruni. Það hafi verið skorið mikið niður eftir hrun og um 2-3 milljarða hafi vantað upp á á hverju ári síðan en Vegagerðin ver um átta milljörðum til viðhalds vega fyrir árið 2018, þar af fara 3.7 milljarðar í endurnýjun slitlags.

 

Sigþór segir að ljóst sé að vegakerfið verði alltaf dýrt fyrir svo fámenna þjóð, ekki síst þegar krónunni sé kastað fyrir aurinn:

„Vegagerðin þyrfti að setja tveimur til þremur milljörðum króna meira í ár í viðhaldsframkvæmdir svo einhver viðspyrna næðist. Ég hef í áraraðir rekið fyrirtæki sem sinnir malbikun og finnst sorglegt að sjá hvernig málum er komið. Krónunni hefur verið kastað fyrir aurinn og umhugsunarvert er að frá 2013 hafa ríkisútgjöld aukist um 40% á meðan vegamálin hafa alveg setið á hakanum. Það er líka ljóst að fyrir 330 þúsund manna þjóð verður alltaf dýrt að halda úti vegakerfi í landi sem er 100 þúsund ferkílómetrar. Því hefur stundum verið freistast til þess að nota ódýrari efni og aðferðir við vegagerðina en ella væri og það gengur alveg upp ef vegirnir fá þetta nauðsynlega viðhald. Það hefur hins vegar verið trassað og dýrkeyptar afleiðingarnar blasa nú við,“

 

segir Sigþór við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti