fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Auður Magnúsdóttir nýr framkvæmdarstjóri Landverndar

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. mars 2018 19:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auður Magnúsdóttir,

Auður Magnúsdóttir, deildarforseti Auðlinda- og umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Landverndar, samkvæmt tilkynningu.  Auður hefur störf 1. maí nk.

Auður er með doktorspróf í lífefnafræði frá Stokkhólmsháskóla/Karolinska Institut og hefur
stundað rannsóknir á því sviði. Hún starfaði áður sem deildarstjóri hjá Orf Líftækni og hjá
Íslenskri erfðagreiningu. Síðastliðin tvö ár hefur hún gengt starfi deildarforseta Auðlinda- og
umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands. Auður hefur setið í framkvæmdastjórn hjá Orf
Líftækni og hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og er formaður Samtaka kvenna í vísindum. Hún
hefur sinnt umhverfismálum frá unglingsárum.

 

 

Auður tekur við starfinu af Salome Hallfreðsdóttur, en Salome hefur gegnt stöðu
framkvæmdastjóra frá því í nóvember sl. þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Landverndar, tók við embætti umhverfisráðherra Íslands.

Það þarf kröftugan leiðtoga til þess að leiða það starf sem unnið er á Landvernd en samtökin
standa vörð um náttúru Íslands og miðhálendið, berjast gegn plasti í hafi, vinna að
landgræðslu, leiða öflugt umhverfismenntastarf í gegnum verkefni sín og stuðla að umræðu
um umhverfismál og sjálfbærni í samfélaginu.
Landvernd stendur á tímamótum þar sem að á næsta ári rennur upp fimmtíu ára afmæli
samtakanna. Samtökin ætla sér að verða enn öflugri og einlægur málsvari náttúrunnar og
markmiðið er að fjölga félagsmönnum svo um munar, enda eru það stuðningsaðilar
samtakanna sem tryggja vernd náttúru Íslands og halda umræðu og aðgerðum um
umhverfismál á lofti.
Stjórn og starfsfólk Landverndar býður Auði velkomna til starfa og hlakkar til að vinna með
henni að háleitum markmiðum samtakanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma