fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Trump rekur Tillerson-Tuttugasti embættismaðurinn sem hættir

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. mars 2018 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rex Tillerson

Samkvæmt Twitter-tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta fyrir stundu, hefur hann vikið Rex Tillerson utanríkisráðherra úr starfi. Við tekur fyrrum forstjóri CIA leyniþjónustunnar, Mike Pompeo. Við starfi hans hjá CIA tekur Gina Haspel og verður hún fyrsti kvenkyns forstjóri CIA.

Tillerson tók undir orð Theresu May, forsætisráðherra Bretlands í gær, um að Rússar væru líklega ábyrgir fyrir eiturefnaárásinni í Salisbury í síðustu viku, en Hvíta húsið hefur ekki viljað ganga svo langt í yfirlýsingum sínum vegna málsins.

Telja stjórnmálaskýrendur ytra þó að málið tengist yfirvofandi friðarviðræðum við Norður-Kóreu, en haft var eftir ónefndum aðstoðarmanni innan Hvíta hússins að nú væri rétti tíminn til að skipta um mann í brúnni.

Trump sagði sjálfur að þeim kæmi vel saman og hann mæti „gáfur“ Tillerson.

 

Tillerson hefur verið í opinberri heimsókn í Afríku undanfarna daga og var ekki látinn vita af starfslokum sínum að sögn Steve Goldstein, eins undirmanns Tillerson. Hvíta húsið segir að Trump hafi tilkynnt Tillerson um uppsögnina á föstudag. Tillerson er tuttugasti embættismaðurinn sem Trump víkur úr starfi, eða segir af sér, í stjórnartíð Trump. Hann hefur verið forseti í 417 daga.

 

Hér er listi yfir þá sem Trump hefur rekið, eða sem hafa sagt af sér:

James Comey, (FBI) Sally Yates (Ríkissaksóknari), Michael Flynn (ráðgjafi), Preet Bharara (saksóknari), Walter Shaub (ráðuneytisstjóri), Micheal Dubke (samskiptastjóri), Reince Priebus (starfsmannastjóri), Sean Spicer (fjölmiðlafulltrúi), Micheal Short (aðstoðar-fjölmiðlafulltrúi), Anthony Scaramucci (samskiptastjóri), Steve Bannon (áróðursmeistari), Sebastian Gorka (aðstoðarmaður), Tom Price (heilbrigðisráðherra), Omarosa Manigault (aðstoðarkona), Andrew McCabe (aðstoðarforstjóri FBI), Rob Porter (ráðgjafi), David Sorenson (ræðuhöfundur), Hope Hicks (samskiptastjóri/ráðgjafi), Gary Cohn (hagfræðiráðgjafi), Rex Tillerson (utanríkisráðherra).

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka