fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Staksteinar um Viðreisn: „Ekki útbólginn áhugi fyrir þessu klofningsbroti, sem slysaðist inn í ríkisstjórn“

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. mars 2018 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það væri ekki ofsögum sagt að það andi köldu milli Morgunblaðsins og Viðreisnar. Landsfundur Viðreisnar um helgina hefur vakið athygli, fyrir allt aðrar sakir en Viðreisn hefði viljað. Björn Bjarnason gagnrýndi í gær ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og flokkinn fyrir leyndarhyggju, þar sem ekki fékkst uppgefið hversu mörg atkvæði væru á bak við hina öruggu rússnesku kosningu sem Þorgerður fékk til formanns, og Þorsteinn Víglundsson til varaformanns. Benti Björn á grunnstefnu flokksins, þar sem segir að opin, upplýst og málefnaleg umræða og greiður aðgangur að upplýsingum sé forsenda þekkingar.

 

Höfundur Staksteina í dag, sem mögulega gæti verið Davíð Oddsson ritstjóri, tekur í sama streng og gerir lítið úr landsfundinum, segir alla þá uppákomu pínlega:

„Það er ekki víst að neinn hefði velt því fyrir sér hversu fáir sóttu „landsfund“ Viðreisnar. Það er ekki útbólginn áhugi fyrir þessu klofningsbroti, sem slysaðist inn í ríkisstjórn, sem sprakk út af engu, þegar enginn átti von á því og enginn varð leiður yfir því. Jafnvel þótt einhver hefði velt þessum landsfundi fyrir sér eina örskotsstund hefði hann ekki pælt í því hvort pínlega fáir hefðu setið hann. En svo var birt frétt um hve mörg prósent formaður Viðreisnar hefði fengið í formannskjöri. Mbl.is taldi augljóst að innsláttarmistök hefðu orðið þegar fjöldi atkvæða sást hvergi, hvernig sem leitað var. En Ásdís Rafnar upplýsti að það væri sérstök ákvörðun að gefa ekki upp atkvæðafjöldann! Viðreisn lætur stundum eins og í henni sé að finna helstu vörn gegn „leyndarhyggjunni“ og því kom þetta mjög á óvart. Og rétt eins og þegar Björt framtíð dró Viðreisn með sér úr ríkisstjórn að næturþeli brotnuðu leiðtogar hennar nú undan þrýstingi og létu toga út úr sér að formaðurinn hefði aðeins fengið 61 atkvæði á landsfundi. Það var vissulega dálítið pínlegt en þó ekki nærri eins pínlegt og pukrið og leyndarhyggjan um úrslitin.“

 

Samkvæmt heimasíðu Viðreisnar, sem uppfærð var í gær, kemur fram að 100 manns voru skráðir á þingið sem höfðu atkvæðarétt. Alls 61 af 64 greiddu Þorgerði Katrínu atkvæði í formannskjöri (95,3%) og 65 af 66 kusu Þorstein Víglundsson sem varaformann. (98,5%)

 „Þetta er ekkert rosalega flókið. Það voru um eitthundrað manns sem skráðu sig á þingið, sem við vorum bara mjög ánægð með, þar sem þingið var haldið utan höfuðborgarsvæðisins, og ég held að um sjötíu manns hafi tekið þátt í kjörinu,“

 

sagði Þorsteinn í Morgunblaðinu, aðspurður af hverju ekki hefði mátt gefa upp aðsóknartölur og fjölda atkvæða í forystukjörinu.

 

Þá var hann einnig spurður hvort hann teldi það ánægjulega þátttöku að fá 100 manns í kjörið, þegar haft er til hliðsjónar að Viðreisn hlaut alls 13,122 atkvæði í síðustu þingkosningum:

 

„Já, ég er bara mjög sáttur við það. Við horfðum á mun eldri flokk en okkur halda þing hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég held að það hafi verið í kringum 200 manns sem kusu á þingi Framsóknarflokksins, ekki rétt? Þannig að við vorum mjög ánægð með þátttökuna. Við vissum að við vorum að taka ákveðna áhættu með því að halda þingið á landsbyggðinni.“

 

Samkvæmt heimasíðunni hafa 78 manns skráð sig í flokkinn síðan í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“