Samkvæmt svari Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingarstjóra Reykjavíkurborgar, við spurningu Eyjunnar um kostnað borgarinnar vegna ferða borgarstjóra og borgarfulltrúa erlendis, kemur fram að heildarkostnaðurinn á kjörtímabilinu, fram að áramótum, er samtals 18.371.922 krónur. Kostnaðurinn nær yfir fargjöld, gistingu og dagpeninga kjörinna borgarfulltrúa, sem og námskeiðs, ráðstefnu- og skólakostnaðar.
Þar af er kostnaður vegna ferða Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, 4.798.150.
Dagur ferðaðist víða á kjörtímabillinu. Holland, Danmörk Bandaríkin, Suður-Kórea, Spánn, Mexíkó, Noregur, Frakkland, Svíþjóð, Grænland, Ungverjaland, Kanada og Færeyjar eru allt lönd sem borgarstjóri heimsótti.
Eftirfarandi er heildarkostnaður fyrir ýmsa borgarfulltrúa: