fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Hagvöxtur var 3.6% árið 2017

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 9. mars 2018 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,6% á árinu 2017 og er nú 15,3% meiri en hún var árið 2008. Einkaneysla og fjárfesting vógu þyngst í vexti landsfram­leiðslunnar en alls jukust þjóðarútgjöld um 6,8%. Einka­neysla jókst um 7,8%, samneysla um 2,6% og fjárfesting um 9,3%. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Út­flutn­ingur jókst um 4,8% á árinu 2017 sem er nokkuð hægari vöxtur en árið 2016 þegar aukningin nam 10,9%. Á árinu 2017 jókst innflutningur um 11,9% og dró utanríkisverslun úr hagvexti þrátt fyrir 105,1 milljarði króna afgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum.

Fjárfesting jókst um 9,3% árið 2017 samanborið við 22,5% vöxt árið 2016.  Aukning í fjárfestingu atvinnuveg­anna nam 4,3% og íbúðafjárfesting jókst um 21,6%. Fjárfesting hins opinbera jókst um 23,4% á árinu 2017 sem er töluvert meiri vöxtur en síðustu ár. Fjár­festing, sem hlutfall af lands­fram­leiðslu, nam 22,1% á árinu 2017 en það er meiri hækkun en mælst hefur frá árinu 2008.

Sam­neysla sem hlutfall af lands­framleiðslu var 23,3% á liðnu ári, samanborið við 22,8% árið 2016.  Frá árinu 1997 hefur hlutfall samneyslu af landsframleiðslu verið 23,4% að meðaltali.

 

Landsframleiðslan 2017  – Hagtíðindi

Talnaefni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka