fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Kolbrún Halldórsdóttir ráðin verkefnisstjóri

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. mars 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Halldórsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri fyrir forsætisráðuneytið í tengslum við hátíðahöld 1. desember 2018 vegna 100 ára fullveldis Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Kolbrún Halldórsdóttir á að baki fjölbreytt störf á vettvangi sviðslista og stjórnmála, auk þess sem hún hefur gegnt embætti forseta Bandalags íslenskra listamanna sl. átta ár. Hún brautskráðist frá Leiklistarskóla Íslands 1978 og hefur síðan lokið viðbótardiplómanámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.

Lengst af hefur Kolbrún starfað sem leikstjóri og sett á svið fjölda leiksýninga, m.a. fyrir Þjóðleikhúsið og Íslensku óperuna. Kolbrún var kjörin á þing fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð árið 1999 og átti sæti á Alþingi til ársins 2009. Þar starfaði hún í mennta- og menningarmálanefnd, umhverfisnefnd og allsherjarnefnd. Hún var umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrri hluta árs 2009.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka