fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Guðrún Hafsteinsdóttir endurkjörin formaður Samtaka iðnaðarins

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. mars 2018 13:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Hafsteinsdóttir

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var Guðrún Hafsteinsdóttir, Kjörís, endurkjörin formaður með 89,5% greiddra atkvæða. Guðrún verður formaður Samtaka iðnaðarins fram til Iðnþings 2019. Ræðu Guðrúnar má lesa hér.

 Alls gáfu átta kost á sér til almennrar stjórnarsetur og var kosið um fimm sæti. Þeir sem setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára:

Árni Sigurjónsson – Marel

Birgir Örn Birgisson – Domino’s

Egill Jónsson – Össur

María Bragadóttir – Alvogen Iceland

Valgerður Hrund Skúladóttir – Sensa

Árni og Egill sitja áfram í stjórn en nýir eru Birgir Örn, María og Valgerður Hrund. Úr stjórn fara Agnes Ósk Guðjónsdóttir – GK-Snyrtistofa, Bergþóra Þorkelsdóttir – Ísam og Guðrún Jónsdóttir – Héðinn.

Fyrir í stjórn Samtaka iðnaðarins eru:

Katrín Pétursdóttir – Lýsi

Lárus Andri Jónsson – Rafþjónustan

Ragnar Guðmundsson – Norðurál

Sigurður R. Ragnarsson – ÍAV

Meðfylgjandi er ályktun Iðnþings 2018 sem samþykkt var á aðalfundi Samtaka iðnaðarins sem lauk rétt í þessu.

Ísland í fremstu röð – eflum samkeppnishæfnina

Alþjóðleg samkeppnishæfni hvers lands er ein af lykilforsendum bættra lífskjara. Með markvissri stefnumótun vinna stjórnvöld í flestum ríkjum heims að því að bæta stöðu síns lands í samkeppni við önnur ríki. Skýr sýn, fumlaus framkvæmd og markviss eftirfylgni leiðir til raunverulegra umbóta og leggur grunn að auknum lífsgæðum. Með því að nálgast málin á heildstæðan hátt næst meiri árangur en með því að líta eingöngu til afmarkaðra þátta, hvern fyrir sig. Á þessum grunni þurfa stjórnvöld að móta atvinnustefnu sem tengir t.a.m. saman stefnumótun í orkumálum, menntamálum og nýsköpun til að styðja við öfluga og arðbæra atvinnuuppbyggingu á Íslandi á næstu áratugum.

Atvinnulífið gegnir veigamiklu hlutverki í gangverki samfélagsins. Þar verða til störf og verðmæti sem leggja grunn að velsæld þjóðarinnar. Aukin samkeppnishæfni gagnast því ekki einungis atvinnulífinu heldur samfélaginu í heild sinni. Iðnaður er mjög umfangsmikill í íslensku efnahagslífi, greinin er fjölþætt og snertir nær alla þætti hagkerfisins. Mikil tækifæri eru til vaxtar, ekki síst með frekari virkjun hugvits og nýsköpunar.

Framleiðni er ein af grunnstoðum sterkrar samkeppnisstöðu. Þar hefur íslenska hagkerfið verið eftirbátur þeirra ríkja sem við viljum helst bera okkur saman við. Verðmætasköpun á vinnustund er lág í alþjóðlegum samanburði og framleiðni hefur aukist hægt hér á landi undanfarin ár. Á sama tíma hafa laun hækkað hratt og langt umfram það sem sést hefur í nágrannalöndunum og gengi krónunnar hefur einnig hækkað umtalsvert. Samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum keppinautum hefur því versnað sem mun hafa ófyrirséðar afleiðingar til skemmri og lengri tíma. Við þessari stöðu verður tafarlaust að bregðast, einkum hvað varðar eftirfarandi helstu áskoranir.

  1. Bæta þarf rekstrarumhverfi og auka möguleika á hagkvæmni í rekstri. Skattar, laun og vextir eru hærri hér í samanburði við önnur lönd. Raforkuverð skapar ekki lengur samkeppnisforskot. Styrkja þarf regluverk um raforkumarkað sem einkennist af fákeppni. Tryggingagjald verður að lækka og almennt séð þarf að hagræða í ríkisrekstri.
  2. Fjármögnun vegna frumkvöðlastarfsemi þarf að efla til þess að styðja við sýn um hugverkadrifið hagkerfi.
  3. Atvinnulíf, stjórnvöld og skólakerfið taki höndum saman og vinni að fjölgun iðn- og tæknimenntaðra á vinnumarkaði.
  4. Það þarf aukinn og víðtækan stöðugleika. Sveiflur í gengi krónunnar og launahækkanir langt umfram það sem gerist í nágrannalöndunum grafa undan samkeppnishæfni iðnaðar á Íslandi.
  5. Þak á endurgreiðslur vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar skal afnema í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og ætti frumvarp þess efnis að koma fram á vorþingi 2018. Hvetja þarf til nýsköpunar og bæta umgjörð annarra skattalegra hvata.
  6. Fjárfesting í dag er hagvöxtur á morgun. Stórátak þarf við uppbyggingu og viðhald innviða. Forgangsraða þarf í þágu slíkrar uppbyggingar.
  7. Atvinnulíf, stjórnvöld og skólakerfið taki höndum saman og vinni að fjölgun iðn- og tæknimenntaðra á vinnumarkaði.
  8. Auka þarf lóðaframboð til að mæta spurn eftir íbúðarhúsnæði og tryggja aðgang að húsnæði á hagkvæmu verði.
  9. Auka þarf tækniþekkingu og tæknivitund í menntakerfinu til að bregðast við þeim tækniframförum sem nú standa yfir og eru framundan.
  10. Auka þarf skilvirkni í starfsumhverfi fyrirtækja. Umfang hins opinbera er mikið og fer vaxandi, fjármálakerfi er óhagkvæmt og óskilvirkt, lengra er gengið í innleiðingu EES gerða en þörf krefur og samræma þarf opinbert eftirlit og stytta málsmeðferðartíma.
  11. Stjórnvöld og atvinnulíf þurfa að vinna saman að markmiðum í umhverfis- og loftslagsmálum.
  12. Stjórnvöld þurfa að gæta að hagsmunum atvinnulífsins við innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar og eiga virkt samtal við atvinnulífið um útfærslu og eftirlit. Setning nýrra reglna um persónuvernd er mikilvæg en gæta þarf þess að eftirlit sé skilvirkt og að stjórnvöld liðsinni fyrirtækjum fremur en að refsa.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka