fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Umhverfisráðuneytið veitir Landvernd hæsta styrkinn-Ráðherra EKKI vanhæfur (Uppfært)

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. mars 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað rekstrarstyrkjum til frjálsra félagasamtaka. Rekstrarstyrkirnir eru veittir félagasamtökum sem starfa á málasviði ráðuneytisins. Í ár numu umsóknir rúmum 83 milljónum króna en til úthlutunar voru 13,4 milljónir. Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, er fyrrum framkvæmdarstjóri Landverndar.

Samkvæmt Kjarnanum  ætlaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að leggja það til við forseta Íslands að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tæki yfir fjögur mál er sneru að Landvernd. Eitt þeirra mála er úthlutun styrkja til Landverndar frá 18. nóvember 2017.

 

 

 

Uppfært:

Umhverfisráðuneytið gerði athugasemd við fullyrðingu Eyjunnar um að ráðherra var sagður hafa ætlað að víkja vegna málefna Landverndar, bærust þau á hans borð og að hann hafi þá ekki komið að úthlutun styrksins til Landverndar. Samkvæmt ráðuneytinu hefur Guðmundur aldrei sagst ætla að víkja frá öllum málum er snerust að Landvernd, heldur sé það metið í hverju máli fyrir sig.

Leiðréttist það hér með.

Þar af leiðandi fellur sú ályktun Eyjunnar, um að Guðmundur hafi ekki komið að úthlutuninni til Landverndar, um sjálfa sig og hefur verið tekin út.

 

Hið rétta er að Guðmundur telst ekki vanhæfur til að úthluta styrknum til Landverndar, samkvæmt mati sérfræðinga.

Í svari ráðuneytisins við spurningu Eyjunnar um hvort Svandís Svavarsdóttir hafi komið að úthlutuninni í stað Guðmundar segir orðrétt:

„Það var mat sérfræðinga sem fóru yfir hæfi ráðherra í þessu máli að ekki væri um vanhæfi að ræða varðandi rekstrarstyrki til félagasamtaka, þar sem þeir voru ekki auglýstir lausir til umsóknar fyrr en eftir að Guðmundur Ingi tók við embætti sem ráðherra, eða 14. desember sl. Öðru gegndi um verkefnastyrkina sem voru auglýstir fyrr eða 23. október þegar Guðmundur Ingi gegndi enn stöðu framkvæmdastjóra Landverndar og sem slíkur skrifaði hann undir umsóknir samtakanna um verkefnastyrki. Vegna þessa  mat ráðherra sig vanhæfan í því máli og hefur Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, verið settur ráðherra í því máli líkt og komið hefur áður fram.

Upphæð rekstrarstyrkjanna er ákveðin með þeim hætti að sérfræðingar af öllum skrifstofum ráðuneytisins meta umsóknirnar með hliðsjón af reglum um almenna rekstrarstyrki til félagasamtaka sem starfa að umhverfismálum og eru þær reglur kynntar á vef Stjórnarráðsins samhliða því að styrkirnir eru auglýstir lausir til umsóknar. Eins og þar kemur fram fer upphæð styrkja eftir ýmsum þáttum, s.s. fjölda félagsmanna, hvort samtökin starfi á landsvísu eða ekki, hversu breitt svið umhverfismála starfsemi viðkomandi samtaka nær yfir, hversu virk samtökin eru í umræðu um umhverfismál o.s.frv. Ástæða þess að Landvernd hefur hlotið hæstan styrk undanfarin ár liggur í mati á samtökunum út frá framangreindum þáttum.

Sjá nánar reglurnar: https://www.stjornarradid.is/media/umhverfisraduneyti-media/media/PDF_skrar/Reglur-um-uthlutun-rekstrarstyrkja-2014.pdf?design=DesignPageItems

Hvað varðar úthlutun rekstrarstyrks í ár þá vék umhverfis- og auðlindaráðherra ekki frá tillögum sérfræðingahópsins um upphæð styrks til Landverndar. Þá er upphæð styrks til Landverndar í fullu samræmi við úthlutun til samtakanna undanfarin ár. Sjá t.d. fréttir um úthlutun síðustu ára:“

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2017/03/08/Styrkir-til-reksturs-felagasamtaka-a-svidi-umhverfismala/

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2016/02/03/Styrkir-til-verkefna-og-rekstrar-2016/

 

 

Eftirfarandi félagasamtök hlutu rekstrarstyrki fyrir árið 2018:

 

Hið íslenska náttúrufræðifélag 900.000
LISA – samtök um landupplýsingar á Íslandi 200.000
Skógræktarfélag Eyrarbakka 200.000
Rjúkandi, samtök um vernd náttúru, menningar-minja og sögu í Árneshreppi á Ströndum 200.000
Garðyrkjufélag Íslands 700.000
Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd 80.000
Landvernd 5.000.000
Umhverfissamtök Austur-Skaftafellssýslu 100.000
Vistbyggðarráð 100.000
Fjöregg – félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit 200.000
Náttúruverndarsamtök Íslands 2.200.000
Náttúruverndarsamtök Suðurlands 200.000
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar 200.000
Fuglaverndarfélag Íslands 1.500.000
Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs 920.000
Ungir umhverfissinnar 300.000
Skógræktarfélag Akraness 200.000
Skógræktarfélag Reykjavíkur 200.000
13.400.000
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka