fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Til umhugsunar í heimi stjórnmálanna

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 5. mars 2018 23:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra VG.

Ögmundur Jónasson ritar:

Forystufólk Samfylkingarinnar, núverandi og fyrrverandi, hvatti til þess á landsfundi sínum að samfylkingarfólk hlífði VG í gagnrýni sinni en einbeitti sér þess í stað að Sjálfstæðisflokknum, hinum raunverulega „óvini“.

Ég er sammála því að Sjálfstæðisflokkurinn er raunverulegur andstæðingur félagshyggjunnar. En hvers vegna? Vegna þess að hann hefur reynst vera málsvari auðhyggjunnar, ekki aðeins í orði heldur hefur hann einnig sýnt það í verkum sínum.

En eru það þá ekki verkin og málefnin sem á að gagnrýna?

Og á ekki að gera það, sama hver á í hlut?

Þá myndi ég nú leyfa mér að bæta Viðreisn á listann, oftar en ekki er sá flokkur hægri sinnaðri í verkum sínum en Sjálfstæðisflokkurinn.

Og svo er það náttúrlega Samfylkingin, helmingurinn af pólitíska kærustuparinu D-S í aðdraganda hrunsins 2008.

En nú vill Samfylkingin gagnrýna pólitíska andstæðinga. Gott og vel. En þá líggur mér forvitni á að vita hvort það skyldi hafa verið gagnrýnt á landsfundi Samfylkingarinnar  að þingmenn úr flokknum tali nú fyrir því að markaðsvæða áfengissölu í landinu þvert á ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, varnaðarorð heilbrigðisstétta og óskir foreldra- og vímuefnasamtaka en við mikinn fögnuð auðhyggjunnar og þröngra sérhagsmuna? Eða gagnrýnir maður ekki eigin flokksmenn?

Auðvitað á að gagnrýna alla, flokka og einstaklinga, á grundvelli málefna, Samfylkinguna að sjálfsögðu, enda iðulega ærið tilefni, en líka Vinstri græn, líka Pírata og Sósíalistaflokkinn, Alþýðufylkinguna, Dögun – alla flokka og einstaklinga innan flokka.

Svo má líka hrósa flokkum og einstaklingum þegar fólki finnst þeir gera vel; hrósa stefnu þeirra og að sjálfsögðu góðum verkum þeirra þegar um slíkt er að ræða. Það er þetta sem við köllum opna lýðræðislega umræðu.

Þegar fólk hættir að horfa gagnrýnum augum á stjórnmálaflokka, þá deyja þeir.

Talsvert er um dauða stjórnmálaflokka í heiminum.

Gagnrýnin hugsun er ekki af hinu illa, hún er góð ef hún er heiðarleg og sanngjörn. Slík gagnrýni er meira að segja lífsnauðsynleg , hún er ÖLLUM lífsnauðsynleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka