fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2024
Eyjan

Stórkostleg svör Sólveigar Önnu og Ingvars Vigurs í formannsslagnum

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. mars 2018 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingvar og Sólveig

Verkalýðsbaráttan hefur hingað til ekki þótt neitt gamanmál, enda hafa heilu byltingarnar verið háðar í hennar nafni með tilheyrandi blóðsúthellingum, svona í sögulegu tilliti. Launa- og kjaramál hafa sjaldnast þótt hlægileg í eðli sínu og þarf helst til samanburð á lægstu launum við ofurlaun til að fá fólk til að hlæja, oftast þó af skilningsleysi þess súrrealíska raunveruleika sem við blasir.

Það er þó óneitanlega nokkuð spaugilegur samanburðurinn á svörum þeirra Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Ingvars Vigurs Halldórssonar, frambjóðenda til formannsembættis Eflingar-stéttarfélags, við spurningum Kvennablaðsins í dag.

Þar er þeim Önnu og Ingvari boðið að svara 14 spurningum. Svör Önnu er löng og ítarleg, meðan svör Ingvars eru stutt og kjarnyrt, svo vægt sé að orði komist.

 

 

Þessi andstæða er ansi kómísk svona svart á hvítu. Segja sumir að þetta sé það fyndnasta sem internetið hafi upp á að bjóða í dag.

 

Til glöggvunar má greina frá því að samtals skrifar Sólveig Anna 2179 orð til að svara spurningunum, sem samsvarar fimm síðum í Word ritvinnsluforritinu.

Til samanburðar ritar Ingvar Vigur samtals 121 orð til að svara spurningum Kvennablaðsins, sem er samtals ein málsgrein. Ingvari nægir að svara tólf af fjórtán spurningum með einni stuttri setningu, en stysta svar Sólveigar var 56 orð, er hún svaraði því til hver væri uppáhalds tónlistarmaðurinn sinn. Lengsta svar Ingvars er 29 orð.

 

Í hnotskurn er ágætt dæmi um mismunandi lengd á sama svari frambjóðendana, svar þeirra við spurningu númer fjögur, sem er svohljóðandi:

„4. Kjör hvaða hóps í íslensku samfélagi er að þínu mati mikilvægast að bæta?“

Ingvar svarar:

„Kjör lægst launuðu.“

 

Sólveig Anna svarar:

 

„Kjör og aðstæður hinna lægst launuðu er auðvitað stórkostlegt hneyksli í íslensku samfélagi. Hér er fólk nýtt til vinnu alla ævi en það þykir algjörlega sjálfsagt mál að greiða þeim laun sem ekki er hægt að lifa af. Ég einfaldlega skil ekki að við getum sætt okkur við að svona sé komið fram við fólk sem við deilum tilverunni með. Og ég trúi því að ef við náum einhverskonar samfélagslegri sátt um að allt fólk skuli eiga rétt á góðu og mannsæmandi lífi, líka þau sem skúra, gæta barna, taka ruslið fyrir okkur osfrv., þá munum við aðeins uppskera betra og elskulegra samfélag.

En auðvitað er vandamálið hér, eins og annars staðar, að vegna hömulausrar hegðunar fjármagnseigenda og auðstéttarinnar, sem láta sér ekki aðeins nægja að auðgast á því sem þau kalla hinn frjálsa markað eða á því að arðræna þau sem vinna vinnuna, heldur notfæra sér einnig skattkerfið til að fría sig eðlilegri ábyrgð á innviðum samfélagsins, vex misskipting og bilið milli þeirra sem eiga og þeirra sem eiga ekki breikkar stöðugt. Og í samfélagi þar sem mikill munur er á milli lífskjara þeirra ríku og svo hinna sem hafa engan valkost annan en að selja aðgang að vinnuaflinu sínu til að komast af (eiga engar eignir sem hægt er að græða á) eykst skeytingarleysið gagnvart þeim sem tilheyra lægri stéttunum sífellt.

Þannig að við þurfum ekki aðeins að bæta kjör þeirra sem verst hafa það, heldur berjast stöðugt fyrir lokatakmarkinu; efnahagslegu frelsi til handa vinnuaflinu. Við þurfum að sjá stóra samhengið, annars erum við dæmd til að verða taparar Sögunnar. Þau sem á undan okkur fóru hugsuðu í útópískum lausnum og létu ekkert stoppa sig í að dreyma stórt. Af hverju ætti verkafólk á 21. öldinni að læðast með veggjum og biðjast afsökunar á því að vilja bita af kökunni? Stéttasamvinna er ekki vænleg til árangurs þegar auðstéttin hefur gefið alla samfélagslega ábyrgð upp á bátinn.“

 

Svo mörg voru þau orð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn ætla að sprengja ríkistjórnina og láta kjósa með skömmum fyrirvara

Segir Sjálfstæðisflokkinn ætla að sprengja ríkistjórnina og láta kjósa með skömmum fyrirvara
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Íslamskir ofsatrúarmenn

Björn Jón skrifar: Íslamskir ofsatrúarmenn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hart sótt að Áslaugu Örnu – „Það er ykkar Kleppur að díla við“

Hart sótt að Áslaugu Örnu – „Það er ykkar Kleppur að díla við“