Ungir Píratar standa fyrir skemmtidagskrá á föstudaginn langa og mótmæla með því helgidagalöggjöfinni, sem kveður á um að „skemmtanir, svo sem dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum veitingastöðum eða á öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að,“ séu óheimilaðar.
Auk þess berjast Ungir Píratar fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju, að því er fram kemur í tilkynningu.
Fram koma á dagskránni:
SiggaEy
HÁSTAFIR
Hemúllinn
Greipur Hjaltason með uppistand
Árni Hjartarson með uppistand
Helgi Steinar Gunnlaugsson með uppistand
Snæbjörn Brynjarsson með anduppistand
& fleiri listamenn sem eiga eftir að bætast við.
Páskapönkið hefst á föstudaginn langa klukkan 20.00 í höfuðstöðvum Pírata, Tortúga, að Síðumúla 23, Selmúlamegin.
Viðburðurinn á Facebook https://www.facebook.com/events/217187485530028/