fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Páll og Björt leiða saman hesta sína á Þingvöllum

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. mars 2018 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Formaður Bjartrar framtíðar, Björt Ólafsdóttir og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Páll Magnússon, leiða saman hesta sína annan hvern sunnudag í nýjum þjóðmálaþætti á útvarpsstöðinni K100 er nefnist Þingvellir. Þar verða pólitík og málefni líðandi stundar í forgrunni, að því er kemur fram í Morgunblaðinu.

„Við erum bæði þekkt fyr­ir það að vera ekk­ert að syk­ur­húða hlut­ina neitt sér­stak­lega mikið og fáum nátt­úru­lega rými til þess þarna því við erum ekki fjöl­miðlamenn, held­ur stjórn­mála­menn sem og mann­eskj­ur með mikl­ar skoðanir,“

seg­ir Björt í blaðinu.

„Ég held að þetta verði mjög skemmti­legt. Sam­setn­ing­in er áhuga­verð, Björt er formaður í stjórn­mála­flokki, ég ekki, ég sit inni á þingi, hún ekki, þannig að við kom­um að þess­ari póli­tík og sam­fé­lags­mál­um hvort úr sinni átt­inni og auðvitað hvort úr sín­um flokkn­um,“

seg­ir Páll.

Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar.
Mynd: DV

Hann bætir síðan við að það skemmtilegasta við þetta allt saman sé einmitt að þau séu svo ósammála um hlutina.

Þau Björt og Páll voru samherjar fyrir ekki alls löngu, meðan flokkar þeirra voru saman í ríkisstjórn. Björt framtíð sleit því samstarfi vegna alvarlegs trúnaðarbrests af hálfu Sjálfstæðisflokksins.

Um stjórnarslitin sagði Páll í janúar á Rás 2:

„Sá flokkur sem olli síð­ustu stjórn­ar­slitum með gargi og atgangi út af litlu, kjós­endur ákváðu að henda honum út af þingi. Ég held að menn séu búnir að fá nóg af þessu gargi. Og þó að mönnum verði á í stjórn­sýslu sam­kvæmt ein­hverri nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar, að það sé til­efni til afsagnar og menn standi hér alltaf á götu­hornum og heimti afsögn, þing­rof, nýjar kosn­ing­ar, út af engu, eða svo gott sem eng­u[…]þetta er örugg­lega sú ástæða sem stök er mesta skýr­ingin á þessu van­trausti sem almenn­ingur ber til stjórn­mál­anna.“

Þá segist Páll á Facebooksíðu sinni ætla að gefa launin sem honum er ætlað fyrir þáttinn, til Hugarafls, óskipt og milliliðalaust:

„Best að svara tveimur spurningum strax til að spara mönnum fyrirhöfnina við að spyrja🙂: 1) Hefur maðurinn ekki nóg að gera með að sinna þeirri vinnu sem hann var kosinn til sem Alþingismaður? Svar: Jú, en þetta er bara klukkutíma þáttur annanhvern sunnudag og verður tekinn af frítímanum. 2) Hefur maðurinn ekki nóg kaup sem þingmaður til að þurfa ekki að vera að snapa sér aðrar tekjur úti í bæ? Svar: Jú. Þess vegna hef ég tilkynnt útvarpsstjóranum að greiðslan sem mér var ætluð fyrir þáttinn eigi að renna óskipt og milliliðalaust til samtakanna Hugarafls.“

Fyrsti þáttur Þingvalla er á sunnudag, páskadag, klukkan 10 á K100.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur