fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Eru kennarar frekir?

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. mars 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergþór Smári Pálmason Sighvats

Bergþór Smári Pálmason Sighvats skrifar:

Hvað er eiginlega málið með þessa kennara? Ár eftir ár þá berja þeir í borðið og hóta öllu illu
þegar þeir fá ekki betri laun og betri kjör. Svo þegar þeim býðst nýr kjarasamningur þá hafna
þeir honum og hóta verkföllum!

En staðan er ekki þannig. Kennarar eru ekki að fara aftur í verkfall. Annaðhvort fá þeir
mannsæmandi kjör eða þeir hætta. Fjölmargir kennarar eru við það að pakka saman og fara.
Margir eru nú þegar búnir að því og hafa horfið til betur launaðra starfa.
Samfélag dagsins í dag endurlaunar ekki einu sinni þá miklu vinnu sem kennarar setja í störf
sín dags daglega með því að sýna störfum þeirra virðingu. Stétt sem var eitt sinn hátt sett og
virt er í dag launalegur eftirbátur annarra stétta með sambærilega menntun. Hverskonar
metnað hefur þjóð sem forgangsraðar þeirra mikilvægu störfum svo aftarlega og raun ber
vitni.

Þegar kennarar stíga fram pirraðir og þreyttir þá eru þeir sakaðir um vanþakklæti. Þegar þeir
þurfa að nota sitt síðasta úrræði að fara í verkfall þá virðist sem fáir taki því alvarlega.
Kennarar eru ekki frekir, þeir eru ekki að fara fram á mikið. Ár eftir ár kemur kjarasamningur
með örlítilli launahækkun og loforð um betri tíma að ári liðnu. Núna var boðið upp á 3%
launahækkun í eitt ár og loforð um betri laun á næsta ári og þegar 70% kennarar sögðu „nei
takk“ þá voru þeir annaðhvort sakaðir um vanþakklæti eða því haldið fram að þeir hefðu
verið heilaþvegnir af pólitískum öflum innan stéttarinnar. Eins og háskólamenntað fólk sé
ekki fullfært um að taka sjálfstæða ákvörðun.

Kennarar eru sérfræðingar á sviði menntamála. Þeir hæfustu og færustu til að tjá sig um
hvernig menntakerfið er og hvernig það ætti að virka. Þeir stunda 5 ára háskólanám til þess
að sinna þessu gífurlega mikilvæga starfi og fá það ekki metið launalega séð. Kennarinn er sá
einstaklingur sem að við viljum að kenni og leiðbeini börnum okkar. Hann kennir börnum
okkar á samfélagið og sögu þjóðarinnar. Hann leiðir börnin okkar yfir landið okkar, yfir hafið
og kennir þeim muninn á milli þjóða, ríkja, trúarbragða og stjórnmála. Kennarar sem kenna
börnum okkar að lesa, skrifa og reikna. Hvernig á að tjá sig, hegða sér, bera sig fram og lifa af
í þessari flóknu tilveru. Kennarinn sem á að vera vörður og leiðbeinandi barnanna okkar,
fimm til níu klukkutíma á dag, fimm daga vikunnar, 9 mánuði á ári í 10 ár. 14 til 15 ár ef við
teljum leikskólann með. Í 10 ár á hann að taka að sér 20 til 30 börn og kenna þeim á lífið og
tilverunna.

Skilaboðin sem við sendum kennurum ár eftir ár eru að þeir skuli gera það án þess að
fá námið og vinnuna metna í launum. Ef kennarar fara fram á eitthvað meira geta þeir bara
fundið sér eitthvað annað að gera. Það hefur verið stefna stjórnvalda í alltof langan tíma.
Það er þess vegna merkilegt að þegar fjallað er um menntamál er yfirleitt ekki rætt við
sérfræðingana, kennarana sjálfa, heldur er fengið álit frá „ sérstökum álitsgjöfum“ um
hvernig menntakerfið er og hvernig menntakerfið ætti að vera. Af hverju er ekki leitað álits
kennarana sjálfra? Af hverju er ekki tekið viðtöl við kennarana sem hafa sérþekkingu á hvað
má betur fara? Af hverju fær almenningur sjaldnast að heyra frá grunnskólakennurum um
hvernig grunnskólakerfið er í raun? Af hverju fær almenningur nánast aldrei að heyra frá
leikskólakennurum um hvernig leikskólarnir eru í raun?

Við þurfum að heyra meira í kennurunum sjálfum, kalla eftir rödd þeirra, kalla eftir kennslu
þeirra til að kenna okkur! Þjóð sem vanrækir menntakerfið sitt mun aldrei vaxa og dafna. Við
erum ekki sýna kennurum þá virðingu sem þeir eiga svo sannarlega skilið. Í burtu með
miðstýringuna. Sýnum þeim þá virðingu að treysta þeim fyrir kennslunni í skólastofunni. Svo
ættum við að borga þeim réttmæt laun fyrir þeirra nám og alla vinnuna þeirra. Það er ekki
flókin stefna og mun skipta hvað mestu máli á komandi árum.
Höfundur skipar 6. sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir
komandi borgarstjórnarkosningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota