Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerir sér mat úr ummælum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem á ráðstefnu OECD-ríkjanna í París, sagði íslendinga eiga sér langa sögu skattsvika, sem rekja mætti til landnámsmanna er vildu ekki greiða Haraldi Noregskonungi skatta.
Þetta fór ekki vel í Sigmund sem segir:
„Merkilegt að ríkisstjórnin skuli ekki þora að standa uppi í hárinu á alræmdum vogunarsjóðum (sem ekki eru þekktir fyrir áhuga á skattgreiðslum) af ótta við skaða ímynd landsins í alþjóða-fjármálaheiminum en svo mætir forsrh. hjá OECD til að auglýsa að „Íslendingar eig[i] sér langa sögu skattsvika” og landið hafi í raun verið stofnað af skattsvikurum.“
Þá segir Sigmundur að Katrín hallmæli heldur Íslendingum fyrir að borga ekki skattana sína til Haralds hárfagra, heldur en að standa upp í hárinu á vogunarsjóðunum árið 2018:
„M.ö.o. Fremur en að standa upp í hárinu á vogunarsjóðum árið 2018 hallmælir ráðherra Íslendingum fyrir að standa upp í hárinu á Haraldi hárfagra fyrir 1.100 árum.“