fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Þórdís um skattaummæli sín: „Erlendir ferðamenn eru líka skattgreiðendur“ – „Verið að gera úlfalda úr mýflugu“

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. mars 2018 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, komst í hann krappann vegna ummæla sinna í fréttum Stöðvar 2, um að fjármagn til framkvæmda við ferðamannastaði væri í boði skattgreiðenda, líkt og áður hefur verið greint frá. Töldu fjölmargir aðilar innan ferðaþjónustunnar að Þórdís hefði með þessum ummælum skaðað greinina og skapað óvild meðal almennings, þar sem gistináttaskatturinn svokallaði, sem settur var á til að fjármagna framkvæmdir við ferðamannastaði, standi undir fjárveitingunni.

Þórdís segir við Túrista.is að hún hafi tekið skýrt fram að ferðaþjónustan skili miklum tekjum inn í ríkissjóð á ári hverju:

„Mér þykir leitt að fáir virðast hafa tekið eftir því og einblína í staðinn á fyrirsögnina. Menn verða einfaldlega að lesa fréttina og hvað ég sagði. Þegar orð mín eru skoðuð í samhengi lýsa þau góðum skilningi á því að ferðaþjónustan skilar ríkissjóði miklum tekjum. Á sama tíma er allt sem ríkið fjármagnar að sjálfsögðu fengið hjá skattgreiðendum, það liggur í augum uppi. Og erlendir ferðamenn eru líka skattgreiðendur. Og íslenskir skattgreiðendur greiða líka gistináttagjald. Allt fer það í sama sjóðinn, ríkissjóð,”

 

segir Þórdís. Þá segist hún einnig hafi af virðingu við skattgreiðendur reynt að leggja það í vana sinn að tala um að hlutir séu greiddir af skattgreiðendum, en ekki fjármagnaðir af fjárlögum:

„Ef ég hefði notað síðara orðalagið hefði líklega enginn gert athugasemd. Mér finnst því hér verið að gera úlfalda úr mýflugu satt best að segja,”

segir Þórdís við Túrista.

Á fimmtudag var úthlutað 2.8 milljörðum til framkvæmda við ferðamannastaði. Þar af eru 2.1 milljarður hluti af Landsáætlun umhverfisráðherra til næstu þriggja ára og 720 milljónir koma úr Framkvæmdarsjóði ferðamannastaða. Samkvæmt gildandi fjármálaáætlun er því úthlutað samtals 1.5 milljarði úr framkvæmdarsjóðnum næstu tvö árin en í heildina fara 4.3 milljarðar í framkvæmdirnar næstu þrjú ár.

Tekjur ríkisins af gistináttaskattinum samkvæmt fjárlögum verða 1.4 milljarður í ár. Ráð er gert fyrir að 13 prósent af þeirri upphæð megi rekja til íslenskra gesta samkvæmt tölum Hagstofunnar árið 2016, en uppgjör frá 2017 liggur ekki fyrir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur