fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Aukin áhætta vegna norsks eldislax

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 26. mars 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandic Wildlife Fund hefur sent frá sér athugasemd vegna frétta um erfðablöndun eldislax við villta laxastofna á Íslandi:

Icelandic Wildlife Fund hafði samband við Glover í kjölfar fréttanna í íslensku miðlunum, en þær voru byggðar á viðtali við Glover í norska viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv. Í endursögn íslensku fjölmiðlanna kom fram að ef hlutfall eldislax væri 5 til 10% í ám hefði það hverfandi áhrif á villtan staðbundinn laxastofn samkvæmt líkaninu. Var sú tala sett í samhengi við aðstæður hér á landi og fullyrti meðal annars vestfirski miðillinn bb.is í fyrirsögn að „Laxeldi í Ísafjarðardjúpi myndi ekki skaða villtu stofnana“.

Rétt er að minna á að norskur eldislax er aðskotadýr í íslenskri náttúru. Þegar eldislax af norskum stofni var fyrst fluttur til Íslands var það gert með þeim skilyrðum að hann yrði eingöngu notaður í landeldi og færi aldrei í sjó við Ísland. Það var mikið ógæfuspor þegar fallið var frá því skilyrði árið 2003.

Glover staðfesti í tölvupóstsamskiptum við Icelandic Wildlife Fund að fréttin um líkanið í Dagens Næringsliv, sem íslensku fjölmiðlarnir vitnuðu til, ætti ekki við um aðstæður á Íslandi. Glover sendi Icelandic Wildlife Fund þessa yfirlýsingu:

„Eldi á norskum ræktuðum laxi á Íslandi felur í sér auka áhættu vegna viðbótar erfðafræðilegra þátta sem ekki er tekið tillit til í líkaninu. Erfitt er að gera líkan sem metur þessi áhrif þar sem við höfum engin gögn varðandi virkan mismun milli þessara mismunandi svæða.“*

Doktor Glover kom til Íslands í febrúar og hélt fyrirlestur hjá Erfðanefnd landbúnaðarins. Varaði hann þar eindregið við að Ísland færi sömu leið í eldismálum og Noregur vegna þess hversu villtir norskir stofnar hafa skaðast af erfðablöndun við eldislax. Fram kom í fyrirlestri hans að eldislax hefði blandast 2/3 af villilaxastofnum í Noregi.

Líkan doktors Glovers og félaga snýst eingöngu um norskan eldislax og norskan villilax. Ekkert líkan er til um áhrif erfðablöndunar norsks eldislax við íslenska villilaxastofna. Icelandic Wildlife Fund hafnar því alfarið að sú tilraun fari fram í íslenskri náttúru.

Fyrir hönd Icelandic Wildlife Fund,

Ingólfur Ásgeirsson og Jón Kaldal 

* Doktor Kevin Glover sendi IWF yfirlýsinguna á ensku, hún hljóðar svo: Farming of Norwegian domesticated salmon in Iceland has extra risks due to the additional phylogenetic issues not addressed in the model. These effects are difficult to model as we have no data regarding the functional differences between the different regions.“

Hér má lesa fréttatilkynningu á norsku um líkan Glovers og félaga: https://www.imr.no/hi/nyheter/2018/mars/genetisk-pavirkning-laks

Og hér er fræðigreinin öll aðgengileg á ensku: https://onlinelibrary.wiley.com/doi/pdf/10.1111/eva.12615

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur