fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Segir ferðaþjónustu fatlaðra ekki vera sendibílastöð

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. febrúar 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryrkjabandalag Íslands sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem vinnubrögð Strætó, sem sér um ferðaþjónustu fyrir fatlaða, eru fordæmd. Tilefnið er tvö atvik sem komu upp með um viku millibili, þar sem bílstjórar Strætó skildu fatlaða notendur þjónustunnar eftir bjargarlausa.

„Ferðaþjónusta fatlaðra er ekki og á ekki að vera sendibílastöð. Það er ekki verið að skutla pökkum á milli, við erum að tala um manneskjur,“

segir í tilkynningunni.

Þá er skorað á stjórnendur Strætó að hafa mannréttindi að leiðarljósi í störfum sínum og kynna sér samning Sameinuðu þjóðanna um rétttindi fatlaðs fólks, í þeim tilgangi að bæta þjónustuna.

 

Formaður ÖBÍ, Þuríður-Harpa Sigurðardóttir

 

 

 

 

 

 

 

Enn hefur það gerst að notandi ferðaþjónustu fatlaðra er skilinn eftir, réttri viku eftir að það gerðist síðast.

Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvæg fyrir stóran hóp fólks, það skiptir því lykilmáli að hjá ríkur skilningur sé fyrir hendi á aðstæðum þeirra sem reiða sig á hana. Bílarnir verða líka að vera boðlegir fólki sem margt hvert er viðkvæmt og veilt. Ferðaþjónustan er fyrir marga lykillinn og stundum eina leiðin til að komast á milli staða og taka þátt í samfélaginu. Stjórnendur ferðaþjónustunnar og aðrir sem þar koma að málum verða að gera sér grein fyrir því að þetta er þjónusta við fólk sem á skv. Samningi sameinuðu þjóðanna rétt til jafns við aðra í samfélaginu. Ferðaþjónusta fatlaðra er ekki og á ekki að vera sendibílastöð. Það er ekki verið að skutla pökkum á milli, við erum að tala um manneskjur.

Við verðum að gera ráð fyrir að starfsfólk ferðaþjónustunnar fái viðeigandi þjálfun og það hlýtur að vera krafa um að það búi yfir skilningi á eðli þjónustunnar og þeirri miklu ábyrgð sem í henni felst. Þetta á við á öllum stigum ferðaþjónustunnar, frá æðstu stjórnendum og niðurúr.

Ferðaþjónustan fer um 40 þúsund ferðir á mánuði. Strætó, sem rekur þjónustuna, segist taka við á bilinu 10-14 kvörtunum á mánuði. Það er sem betur fer ekki hátt hlutfall miðað við fjölda ferða. Það er samt sem áður 10-14 skiptum of mikið. Við vitum að ýmsir hnökrar eiga sér stað, án þess að formlegar kvartanir séu sendar. Okkar fólk er afar þolinmótt og seinþreytt til kvartana og það er því ekki nema í verstu tilfellum sem fólk sendir formlega kvörtun.

Öryrkjabandalag Íslands skorar á stjórnendur Strætó að hafa mannréttindi að leiðarljósi í störfum sínum og kynna sér vel samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í þeim tilgangi að bæta ferðaþjónustu fatlaðs fólks.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka