fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Píratar lagt fram langflest mál á þingi – Björn Leví með 57 mál

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. febrúar 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratar er duglegastir við að leggja fram þingmál á Alþingi ef marka má hugbúnað sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hannaði. Björn Leví er flinkur í forritun, líkt og aðrir kollegar hans í þingflokknum og hannaði kóða sem hjálpar honum að lesa stöðuna á málum á þingi og birti hann til dæmis fjölda mála þingmanna á Facebooksíðu sinni í gær. Þá mátti sjá að 17 mál biðu fyrstu eða fyrri umræðu og 21 mál í síðustu viku.

„Þetta hjálpar mér að telja og fylgjast með málum í þinginu, það er hættara við villum þegar maður handtelur þetta. Þetta telur öll mál, fyrirspurnir, frumvörp, þingsályktanir og skýrslubeiðnir, en ekki skýrslur. Þá telur þetta líka mál frá ráðherrum,“

sagði Björn Leví við Eyjuna.

 

 

Hér að neðan má sjá tölfræðina yfir fjölda þingmála hvers þingmanns og ráðherra. Björn Leví ber höfuð og herðar yfir aðra þegar kemur að fjölda þingmála, en þau er 57 hjá honum. Næst á eftir er Þórhildur Sunna með 15 mál og þá Helgi Hrafn Gunnarsson með 13 mál. Allt Píratar.

Af formönnum flokkanna er Bjarni Benediktsson efstur með með 12 mál,  þá Þorgerður Katrín með 11, Sigurður Ingi Jóhannsson með fimm, Logi Einarsson er með fjögur, Katrín Jakobsdóttir þrjú og Inga Sæland og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson með eitt mál hvor.

Skipt eftir stjórnmálaflokkum, þá eru Píratar efstir með 91 mál, þá Vinstri grænir með 47, þá Framsókn með 44, svo Sjálfstæðisflokkurinn með 34 mál, Viðreisn er með 27, Samfylkingin 18, Miðflokkurinn 17 og Flokkur fólksins 11.

Eftirtektarvert er að Björn Leví hefur lagt fram fleiri mál en allir hinir flokkarnir fyrir sig. Hann hefur til dæmis lagt fram fleiri mál en Miðflokkurinn, Samfylkingin og Flokkur fólksins til samans.

 

Hér er fjöldi mála þingmanna í engri sérstakri röð, eins og þau koma af kúnni:

‘Bjarni Benediktsson’: 12, ‘Guðmundur Ingi Guðbrandsson’: 4, ‘Oddný G. Harðardóttir’: 8, ‘Sigríður Á. Andersen’: 4, ‘Halldóra Mogensen’: 6, ‘Jón Steindór Valdimarsson’: 4, ‘Sigurður Ingi Jóhannsson’: 5, ‘Björn Leví Gunnarsson’: 57, ‘Hanna Katrín Friðriksson’: 6, ‘Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir’: 1, ‘Silja Dögg Gunnarsdóttir’: 9, ‘Ásmundur Einar Daðason’: 3, ‘Þorgerður K. Gunnarsdóttir’: 11, ‘Helgi Hrafn Gunnarsson’: 13, ‘Andrés Ingi Jónsson’: 8, ‘Logi Einarsson’: 4, ‘Rósa Björk Brynjólfsdóttir’: 5, ‘Sigmundur Davíð Gunnlaugsson’: 1, ‘Þorsteinn Víglundsson’: 6, ‘Inga Sæland’: 1, ‘Þórunn Egilsdóttir’: 3, ‘Óli Björn Kárason’: 4, ‘Smári McCarthy’: 10, ‘Guðjón S. Brjánsson’: 4, ‘Þórhildur Sunna Ævarsdóttir’: 2, “: 15, ‘Guðlaugur Þór Þórðarson’: 1, ‘Katrín Jakobsdóttir’: 3, ‘Helga Vala Helgadóttir’: 2, ‘Anna Kolbrún Árnadóttir’: 1, ‘Bryndís Haraldsdóttir’: 1, ‘Sigurður Páll Jónsson’: 6, ‘Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir’: 3, ‘Guðmundur Ingi Kristinsson’: 2, ‘Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir’: 4, ‘Olga Margrét Cilia’: 3, ‘Vilhjálmur Árnason’: 1, ‘Una Hildardóttir’: 1, ‘Líneik Anna Sævarsdóttir’: 3, ‘Willum Þór Þórsson’: 1, ‘Ólafur Þór Gunnarsson’: 2, ‘Halla Signý Kristjánsdóttir’: 4, ‘Unnur Brá Konráðsdóttir’: 2, ‘Bjarni Jónsson’: 8, ‘Guðmundur Sævar Sævarsson’: 2, ‘Birgir Þórarinsson’: 5, ‘Ólafur Ísleifsson’: 6, ‘Jón Gunnarsson’: 1, ‘Steinunn Þóra Árnadóttir’: 2, ‘Ari Trausti Guðmundsson’: 4, ‘Svandís Svavarsdóttir’: 2, ‘Alex B. Stefánsson’: 3, ‘Kolbeinn Óttarsson Proppé’: 2, ‘Kristján Þór Júlíusson’: 1, ‘Ásmundur Friðriksson’: 2, ‘Lilja Rafney Magnúsdóttir’: 3, ‘Þorsteinn Sæmundsson’: 4, ‘Lilja Alfreðsdóttir’: 1, ‘Þórarinn Ingi Pétursson’: 12

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka