fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2024
Eyjan

„Ef það er til aur fyrir stöðunni fyrir sunnan – þá kostar hún það sama hér“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. febrúar 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur G. Markan

Pétur G. Markan, sveitastjóri Súðavíkurhrepps og stjórnarformaður Fjórðungssambands Vestfjarða, er hlessa yfir þeirri ákvörðun Sigurðar Guðjónssonar, forstjóra Hafrannsóknarstofnunnar, um að hætta við að flytja starf sviðsstjóra stofnunarinnar til Ísafjarðar, líkt og Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, mælti fyrir árið 2016.

Samkvæmt Sigurði verður ekkert af flutningi starfsins, en þetta sagði hann við Bæjarins besta á Ísafirði:

„Þetta var yfirlýsing þáverandi ráðherra og hún er sérstök að því leyti að henni fylgdi engir fjármunir og hingað til hafa ráðherrar ekki hlutast til um staðsetningu einstakra starfa. Mest af starfsfólki sviðsins starfar í Reykjavík og í Grindavík.“

Þá benti Sigurður á að stofnunin hefði eflt starfsemina á Ísafirði frá yfirlýsingu Gunnars Braga, úr fimm starfsmönnum í sjö.

Pétur G. Markan gefur lítið fyrir þessi orð Sigurðar:

„Það er fráleitt að embættismenn geti valið að hafna ákvörðunum ráðherra – hreinlega beðið þar til komin er ráðherra sem þeim þóknast.

Þá tilkynna þeir roggnir að ekkert verði af vonum Vestfirðinga. Hafðu skömm á þessari stjórnsýslu Sigurður.

Allt tal um fjármagnsleysi er aumt yfirklór. Ef það er til aur fyrir stöðunni fyrir sunnan – þá kostar hún það sama hér.

Hér er um nýtt starf að ræða og fráleitt að hafa það annars staðar en í kjarna uppbyggingar fiskeldis á Íslandi. Annað er afsláttur á fagmennsku og gæðum í mikilvægri uppbyggingu. Slíkt taka Vestfirðingar ekki í mál. Vestfjarðastofa hefur kallað eftir fundi með ráðherra vegna málsins.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta