fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2024
Eyjan

Björt framtíð býður fram í borginni-Verður Nicole oddviti ?

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. febrúar 2018 16:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum Eyjunnar mun Björt framtíð bjóða fram lista í næstkomandi borgarstjórnarkosningum. Er Nicole Leigh Mosty sögð vera borgarstjóraefni flokksins, en hún er fyrrum þingmaður Bjartrar framtíðar úr Reykjavíkurkjördæmi suður, frá 2016-17.

Þau Sigurður Björn Blöndal og Elsa Hrafnhildur Yeoman, borgarfulltrúar flokksins í meirihluta borgarstjórnar, hyggjast ekki gefa kost á sér áfram og því er listi flokksins þunnskipaður í augnablikinu. Viðræður milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar voru hafnar skömmu eftir jól, en í kjölfar skoðanakönnunar Viðskiptablaðsins um fylgi flokkanna í borginni, féll Viðreisn frá þeim viðræðum. Björt framtíð mældist aðeins með 2,4% fylgi, sem er ekki nóg til að ná inn manni, en  fékk hinsvegar 15,6% fylgi í kosningunum 2014 og því um sannkallað fylgishrun að ræða.

 

 

Í æviágripi Nicole á vef Alþingis segir:

Fædd í Three Rivers Michigan í Bandaríkjunum 19. október 1972. Foreldrar: Ronald Steven Hotovy (fæddur 5. mars 1950, dáinn 14. september 2005) verkfræðingur og Vickie Jean Austin húsmóðir (fædd 11. júní 1950). Maki: Garðar Kenneth Mosty Gunnarsson (fæddur 19. ágúst 1973). Foreldrar: Gunnar Kenneth Wayne Mosty og Esther Jörundsdóttir. Stjúpfaðir Garðars er Jón Grétar Haraldsson. Börn: Tómas Jamie (2008), Leah Karin (2009). Stjúpdóttir: Ingibjörg Linda Jones (1993).

Lokapróf frá Sturgis High School, Sturgis Michigan Bandaríkjunum, 1990. Diploma Culinary Arts frá Cambridge School of Culinary Arts Cambridge Massachusetts, 1999. B.Ed.-próf í leikskólakennarafræðum frá KHÍ 2007. M.Ed.-próf frá HÍ í náms- og kennslufræði með kjörsviðið mál og læsi 2013.

Ræstingar 2000–2007. Leiðbeinandi við leikskólann Heiðarborg 2000–2003. Leiðbeinandi, leikskólakennari, deildarstjóri, verkefnastjóri við leikskólann Múlaborg 2004–2009. Aðstoðarleikskólastjóri við leikskólann Ösp 2009–2011, leikskólastjóri 2011–2016.

Ritari St. Jósefssóknar hinnar kaþólsku kirkju á Íslandi 2009. Formaður hverfisráðs Breiðholts frá 2014. Varamaður í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur 2014–2016. Varamaður í stjórn Skógarbæjar 2015–2016.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2016–2017 (Björt framtíð).

  1. varaforseti Alþingis 2017.

Allsherjar- og menntamálanefnd 2016–2017, velferðarnefnd 2017 (formaður).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta