fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Þórdís vill varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins

Trausti Salvar Kristjánsson
Laugardaginn 24. febrúar 2018 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,  iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra, greinir frá því á Facebooksíðu sinni í morgun, að hún ætli að bjóða sig fram til varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundinum í mars.

„Það hefur verið dýrmætt að fá hvatningu víða að og hún vegur þungt í minni ákvörðun. Ég hlakka til að eiga samtöl við sem flesta á næstu dögum og vikum um sóknarfæri okkar Sjálfstæðismanna.“

Þórdís er sú fyrsta til að staðfesta framboð sitt til embættisins, en Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norð-vestur kjördæmis, sagðist í gær ætla að hugsa málið, eftir að margir höfðu komið að máli við hann varðandi varaformennsku í flokknum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður og ritari flokksins, hefur einnig gegnt stöðu varaformanns frá andláti Ólafar Nordal.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!