fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Eyjan

Samið um þorskafla Íslands í Smugunni

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 23. febrúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd-Stjórnarráðið

Haldinn var samningafundur í fiskveiðinefnd Íslands og Rússlands daganna 19.-20. febrúar. Umræðuefnið var að venju framkvæmd svokallaðs Smugusamnings frá 1999 milli Íslands, Noregs og Rússlands um þorskveiðar íslenskra skipa í lögsögu Noregs og í þessu tilviki í lögsögu Rússlands fyrir árið 2018. Í samningnum er um tvenns konar kvóta að ræða. Annars vegar þann sem ekkert er greitt fyrir og svo hins vegar kvóta sem Ísland fær ef samningar takast um verð.

Samningar tókust um magn og verður heildarafli þorsks sem ekkert er greitt fyrir alls 4.409 tonn. Með þessu þorskmagni verður heimill meðafli 30% ofan á magn þorsks en þó má magn ýsu ekki nema meiru en 352 tonnum. Eftir er að ganga frá samningum um verð fyrir hinn svokallaða keypta kvóta en hann er í ár ákveðinn alls 2.646 tonn. Með honum fylgir einnig 30% meðafli, en þar eru takmörk á ýsu 265 tonn. Þá er einnig hluti af samkomulaginu að Rússland fær 1.500 tonn af makríl til veiða á úthafinu af makrílkvóta Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta