fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Eyjan

Hagstofan áætlar 2,9% hagvöxt á árinu

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 23. febrúar 2018 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagstofa Íslands hefur gefið út endurskoðaða þjóðhagsspá að vetri í ritröð sinni, Hagtíðindum. Spáin spannar árin 2017–2023.

Hægt hefur á hagvexti frá árinu 2016 en áætlað er að hagkerfið hafi vaxið um 3,8% árið 2017. Meiri kraftur var í þjóðarútgjöldum sem áætlað er að hafi aukist um rúmlega 7% á síðasta ári. Talið er að einkaneysla hafi vaxið um 7,7% og samneysla um 2,8%. Meðal annars í ljósi uppfærðra fjárhagsáætlana sveitarfélaga og fjárlaga 2018 er gert ráð fyrir að fjárfesting hafi vaxið nokkuð meira en í fyrri spá eða um 9,3%. Talið er að vöxtur útflutnings hafi verið 3,5% en innflutnings 11%.

Spáð er 2,9% aukningu landsframleiðslu á þessu ári sem er að miklu leyti drifin áfram af vexti einkaneyslu. Reiknað er með að atvinnuvegafjárfesting dragist saman vegna minni fjárfestingar í skipum og flugvélum, en á móti vex íbúðafjárfesting um 19% og opinber fjárfesting um nærri 12%. Gert er ráð fyrir jákvæðum vöru- og þjónustujöfnuði við útlönd en að vöxtur útflutnings verði um 4,1% og innflutnings um 5,7%. Næstu ár er reiknað með að hagvöxtur verði í kringum 2,5–2,8%.

Verðlag hækkaði að jafnaði um 1,8% á síðasta ári. Annars vegar hélt sterkt gengi aftur af verðbólgu en hækkun á húsnæðisverði ýtti undir hana. Reiknað er með að verðbólga verði lítillega yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanks árin 2018 og 2019 en nálgist það svo í kjölfarið.

Hagstofan gaf síðast út þjóðhagsspá 3. nóvember sl. og er næsta útgáfa fyrirhuguð í maí.

Þjóðhagsspá að vetri, endurskoðun — Hagtíðindi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta