fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Eyjan

Björn Valur þjófkennir þingmenn-Segir marga vísvitandi brjóta reglurnar-Á pari við Árna Johnsen

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. febrúar 2018 16:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Valur Gíslason. Mynd/Sigtryggur Ari

Björn Valur Gíslason, fyrrum varaformaður VG, segir það gott mál að nú skuli greiðslur Alþingis til þingmanna verða gerðar opinberar, líkt og til stendur samkvæmt Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Hann telur einnig sjálfsagt að Alþingi endurgreiði útgjöld þingmanna, þeir eigi ekki að „verða fyrir útgjöldum vegna starfa sinna.“

Það sem er eftirtektavert er að Björn Valur sakar fyrrum kollega sína á þingi um vísvitandi sjálftöku á almannafé. Og ekki bara einn eða tvo, heldur marga:

 

„Það er líka gott og gilt að í framtíðinni verði greiðslur til þingmanna opinberar og rekjanlegar til einstaklinga. Það breytir því ekki að fram til þessa hafa margir þeirra farið vísvitandi á svig við reglur (svo ekki sé nú meira sagt) sem gilt hafa um þessi mál og dregið þannig til sín háar upphæðir. Fyrir mér eru endurgreiðslur vegna aksturs í einkaerindum eða styrkur vegna kostnaðar við heimilisrekstur, sem ekki er til staðar, á pari við að kaupa vörur í BYKO út á reikning Þjóðleikhússins og hirða þær svo sjálfur. Vonandi áttar þingið sig á því.“

 

Björn Valur nafngreinir engan í pistli sínum en innkaupaferðin í Byko er augljóslega tilvísun í mál Árna Johnsen, sem dæmdur var í tveggja ára fang­elsi fyr­ir fjár­drátt og umboðssvik í op­in­beru starfi, mútuþægni og rang­ar skýrsl­ur til yf­ir­valda.

 

Pistill Björns Vals:

Hvað svo ?

Þingmenn eiga að sjálfsögðu að fá útlagðan kostnað vegna starfs síns endurgreiddan. Þingið á að sjálfsögðu að sjá þingmönnum sem ekki búa á starfssvæði þingsins fyrir húsnæði. Þingmenn eiga ekki frekar en aðrir að verða fyrir útgjöldum vegna starfa sinna sem slíkir.
Það er líka gott og gilt að í framtíðinni verði greiðslur til þingmanna opinberar og rekjanlegar til einstaklinga. Það breytir því ekki að fram til þessa hafa margir þeirra farið vísvitandi á svig við reglur (svo ekki sé nú meira sagt) sem gilt hafa um þessi mál og dregið þannig til sín háar upphæðir. Fyrir mér eru endurgreiðslur vegna aksturs í einkaerindum eða styrkur vegna kostnaðar við heimilisrekstur, sem ekki er til staðar, á pari við að kaupa vörur í BYKO út á reikning Þjóðleikhússins og hirða þær svo sjálfur.
Vonandi áttar þingið sig á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta