fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Alþingi boðar breytt vinnubrögð með birtingu gagna-En aðeins frá áramótum

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. febrúar 2018 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis   Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Í tilkynningu frá forseta Alþingis í dag, Steingrími J. Sigfússyni, kemur fram að forsætisnefnd hafi samþykkt á fundi sínum þrjár efnisbreytingar á reglum Alþingis um þingfararkostnað.

Þingmenn fá endurgreiðslu vegna afnota af eigin bíl upp að 15.000 kílómetrum, skýrari ákveði verða sett vegna staðfestingargagna til grundvallar endurgreiðslu og ný ákveði sett varðandi þá skilmála sem fylgja notkun bílaleigubíla.

Allar upplýsingar um þingfararkostnað Alþingis verða birtar á sérstakri vefsíðu.

Hinsvegar verða aðeins birtar upplýsingar frá 1. janúar 2018 og verður síðan uppfærð mánaðarlega. Má því segja að syndir fortíðarinnar séu grafnar með þessum hætti, séu þær einhverjar.

Tilkynningin:

Til fjölmiðla.

            Frá forseta Alþingis.

  1. febr. 2018.

            Á fundi forsætisnefndar Alþingis í morgun voru samþykktar samhljóða breytingar á reglum um þingfararkostnað. Í þeim felast þrjár efnisbreytingar:

            Í fyrsta lagi eru ákvæði um bílaleigubíla gerð skýrari, einkum fyrir þá þingmenn sem falla undir svokallaðan heimanakstur, þ.e. akstur til og frá heimili daglega um þingtímann. Það eru þingmenn sem búa í nágrenni Reykjavíkur (á Suðurnesjum, Vesturlandi, Árnessýslu o.s.frv.). Akstur á eigin bifreiðum, sem kemur til endurgreiðslu, verður bundinn hámarki við 15.000 km.

            Í öðru lagi eru sett skýrari ákvæði um staðfestingargögn sem eru grundvöllur endurgreiðslu.

            Loks eru ný ákvæði um með hvaða skilmálum þingmenn geta notað bílaleigubíl.

            Breytingar þessar á reglunum um þingfararkostnað verða birtar á vef Alþingis á morgun.

            Þá samþykkti forsætisnefnd í gær, þar sem einnig sátu formenn þingflokka, vinnureglur um birtingu upplýsinga um allan þingfararkostnað. Upplýsingarnar munu birtast á sérstakri síðu og snýr það að framtíðar-fyrirkomulagi þessara mála. Upplýsingar verða miðaðar við 1. jan. 2018 og verða uppfærðar mánaðarlega framvegis.

            Þar með er fyrsta áfanga í breyttri framkvæmd lokið. Ýmis önnur atriði koma svo til athugunar síðar, þar á meðal frekari upplýsingagjöf um það sem liðið er.

            Unnið er að tæknilegum undirbúningi síðunnar, en vonast er til að birting upplýsinga, a.m.k. hluta þeirra, geti hafist næstu daga og komi til fullrar framkvæmdar á næstu tveim vikum eða svo, eftir því hvernig tæknilegri vinnu vindur fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins