fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Eyþór segir meirihlutann hafa misst tökin-Nýr starfshópur þriðja hvern dag

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. febrúar 2018 08:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Arnalds. Mynd/Eyjan

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, sakar stjórnkerfið í borginni um óviðunandi vinnubrögð í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Nefnir hann því til stuðnings að fyrirspurnum sé svarað seint og illa og að 351 starfshópur hafi verið skipaður fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins. Það þýði að nýr starfshópur hafi verið skipaður þriðja hvern dag. Á meðan hafi aðeins 322 íbúðir verið byggðar í Reykjavík sökum tafa og frestana ákvarðana og því hafi verktakar leitað annað.

„Þegar stjórnkerfið er orðið jafn ofvaxið og raun ber vitni er nærtækasta lausnin að einfalda kerfið og stytta boðleiðir. En núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur hins vegar valið þveröfuga leið og skipað enn einn starfshópinn: „Starfshóp um miðlæga stefnumótun“. Um hann segir í erindisbréfi: „Hlutverk starfshópsins er að vinna að umbótum og samræmdri framkvæmd í stefnumótun og stefnuframkvæmd, einkum í miðlægri stjórnsýslu og mið- lægri stefnumótun,“

segir Eyþór. Honum þykir ekki mikið til koma um starfshópinn og segir meirihlutann hafa misst tökin á stjórnsýslunni:

 

„Þannig er það nú ljóst að þessir starfshópar, 351 að tölu, sem skipaðir voru fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins, gengu aldrei saman þar sem stefnur þeirra ganga ekki saman. Þess vegna hefur núverandi meirihluti brugðið á það ráð að skipa „Starfshóp um miðlæga stefnumótun“ eins og erindisbréfið er til vitnis um. Starfshóp sem hefur þann eina tilgang að samræma flókna stefnumótun allra þessara hópa sem núverandi meirihluti ýtti úr vör á síðasta kjörtímabili. Þannig eru embættismenn borgarinnar orðnir of uppteknir við samræmingu stefnumótunar og hafa því lítinn tíma til að sinna erindum borgarbúa. Þetta er dæmi um það hvernig meirihlutinn hefur misst tökin á vexti stjórnsýslunnar, sem verður til þess að nær ómögulegt er fyrir hana að rækja skyldur sínar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins