fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Eyjan

Sigurður Ingi sækir fund um Vesturlandsveg

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. febrúar 2018 08:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir 7000 bílar aka um Vesturlandsveginn á hverjum degi

Íbúasamtök Kjalarness í samvinnu við Hverfisráð Kjalarness, bæjar- og sveitarstjórnir Kjósarhrepps, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshepps, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar, boða til fundar um uppbyggingu  á Vesturlandsvegi um Kjalarnes til að tryggja öryggi vegfarenda. Fundinn  verður 22. febrúar kl. 17:30 í Fólkvangi á Kjalarnesi. Um er að ræða opinn fund íbúa svæðisins.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnar­ráðherra og Dagur B. Eggertsson Borgarstjóri Reykavíkur munu sækja fundinn auk þingmanna Reykjavíkur og Norðurlands vestra sem og borgar- bæjar- og sveitastjórnarmanna.

Frummælendur verða:

Eldey Huld Jónsdóttir  Hverfisráði Kjalarness

Geirlaug Jóhannsdóttir 1. varaforseti sveitastjórnar Borgarbyggðar

Jónas Snæbjörsson  Framkvæmdastjóri Þróunarsviðs Vegagerðarinnar.

Guðný G. Ívarsdóttir, sveitarstjóri Kjósahrepps.

Fundarstjóri verður: Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir

Öllum sem aka um veturlandsveg á Kjalarnesi er ljóst hvers hættulegur hann er.  Ástand vegarins er nú með þeim ósköpum að hann líkist meira samsíða skurðum er greiðfærum vegi.  Daglega verðum við vitni að því að bílstjórar lenda í vanda við að halda bifreið inni á veginum og þegar ófærð, rigning og hálka bætast við, undrar engan þegar þar verða bílveltur og önnur alvarleg slys.  Það er ekki aðeins ástand vegarins sem er hættulegt heldur er það staðreynd að fjöldinn allur af þverunum á þennan þjóðveg skapa gríðarlega hættur.  Þó vegagerðin hafi reynt að plástra á þennan vanda með því að gera útskot eru þau bæði of fá og of lítil og því miður meira og minna teft af ferðamönnum sem halda að þau séu útsýnis- og mynda stoppustöðvar.

Þegar hafa verið unnin drög að skipulagi á öruggum vegi en til þess að hann geti orðið að veruleika þarf Ríkisstjórn Íslands að tryggja fjárveitingu til frekara skipulags og framkvæmda.

Fundinum er ætlað að sýna ráðamönnum fram á að ekki má lengur láta undir höfuð leggjast að bæta hér úr. Í núverandi fjárlögum er ekki gert ráð fyrir þessum endurbótum utan hringtorgs á Álfsnesmelum.

Um og yfir 7000 bílar aka um þennan veg daglega nú að vetrarlagi.  Þar af fjöldinn allur af gríðarstórum flutningabílum.  Ljóst má vera að enn mun fjölga slíkum bílum og erum við að sjá smjörþefinn af afleiðingu þess á Álfsnesmelum þar sem Vegagerðin er búin að færa hámarkshraðann niður í 70 km/kl.  Vegfarendur koma vart til með að fagna því að sami hámarkshraði verði settur á veginn milli Kollafjarðar og Hvalfjarðargangna, en hætta er á  að vegurinn verði metinn óhæfur til hraðari aksturs.

Nú þurfa vegfarendur að sýna samstöðu og fjölmenna á fundinn um Vesturlandsveg 22 .feb. í Fólkvangi á Kjalarnesi (rétt við hliðina á Klébergsskóla).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fjártæknifyrirtækið YAY aðstoðar við dreifingu bótagreiðslna í Kanada

Fjártæknifyrirtækið YAY aðstoðar við dreifingu bótagreiðslna í Kanada
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Vanþekking á sveppum varð þeim að aldurtila

Steinunn Ólína skrifar: Vanþekking á sveppum varð þeim að aldurtila
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton BIeltvedt skrifar: Aðferðafræði fáránleikans – Húsnæðiskostnaður hækkar vísitölu, sem hækkar verðbólgu og vexti – afleiðingin: of dýrt að byggja til að lækka húsnæðiskostnað!

Ole Anton BIeltvedt skrifar: Aðferðafræði fáránleikans – Húsnæðiskostnaður hækkar vísitölu, sem hækkar verðbólgu og vexti – afleiðingin: of dýrt að byggja til að lækka húsnæðiskostnað!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur hæstánægður með sérfræðinga RÚV – „Af minni eigin sjálfumgleði minntu þau á sjálfan mig þegar ég fæ að tala um urriða!“

Össur hæstánægður með sérfræðinga RÚV – „Af minni eigin sjálfumgleði minntu þau á sjálfan mig þegar ég fæ að tala um urriða!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn segir málflutning Ögmundar ömurlegan – „Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um tilefnislausa og ólögmæta innrás í Úkraínu“

Björn segir málflutning Ögmundar ömurlegan – „Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um tilefnislausa og ólögmæta innrás í Úkraínu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“