fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Eyjan

Landssamband veiðifélaga krefst stjórnsýsluúttektar á Matvælastofnun

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. febrúar 2018 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landssamband veiðifélaga hefur skrifað Kristjáni Þór Júlíussyni ráðherra bréf þar sem þess er krafist að fram fari stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með sjókvíaeldi á laxi. Í bréfinu er vísað til þess að í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að í óveðri að undanförnu hafi búnaður fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax orðið fyrir skemmdum og sjókví  hafi laskast í Tálknafirði með þeim afleiðingum að flothæfni var ekki lengur til staðar.  Einnig hafi komið rifa eða gat á nót í kví fyrirtækisins í Arnarfirði. Þá liggi fyrir að nú 8 dögum  síðar hafi eftirlitsmaður ekki enn verið sendur á staðinn til að taka út mannvirki og búnað fyrirtækisins.  Einnig gerir Landssambandið alvarlegar athugasemdir við að opinberir eftirlitsaðilar birti ekki upplýsingar um málið sem virðist hafa átt að fara leynt.

Landssambandið krefur ráðherra svara um hvernig ráðuneytið ætlar að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin þar sem ljóst sé að eftirlit með starfseminni er í skötulíki.  Þá fer Landssambandið fram á að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið áminni Matvælastofnun og Fiskistofu um að miðla upplýsingum um óhöpp í sjókvíaeldi sem erindi eiga við hagsmunaaðila og almenning, líkt og á sér stað við aðra mengandi stóriðju sem náttúru landsins getur stafað hætta af.

Allar nánari upplýsingar gefur formaður LV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fjártæknifyrirtækið YAY aðstoðar við dreifingu bótagreiðslna í Kanada

Fjártæknifyrirtækið YAY aðstoðar við dreifingu bótagreiðslna í Kanada
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Vanþekking á sveppum varð þeim að aldurtila

Steinunn Ólína skrifar: Vanþekking á sveppum varð þeim að aldurtila
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton BIeltvedt skrifar: Aðferðafræði fáránleikans – Húsnæðiskostnaður hækkar vísitölu, sem hækkar verðbólgu og vexti – afleiðingin: of dýrt að byggja til að lækka húsnæðiskostnað!

Ole Anton BIeltvedt skrifar: Aðferðafræði fáránleikans – Húsnæðiskostnaður hækkar vísitölu, sem hækkar verðbólgu og vexti – afleiðingin: of dýrt að byggja til að lækka húsnæðiskostnað!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur hæstánægður með sérfræðinga RÚV – „Af minni eigin sjálfumgleði minntu þau á sjálfan mig þegar ég fæ að tala um urriða!“

Össur hæstánægður með sérfræðinga RÚV – „Af minni eigin sjálfumgleði minntu þau á sjálfan mig þegar ég fæ að tala um urriða!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn segir málflutning Ögmundar ömurlegan – „Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um tilefnislausa og ólögmæta innrás í Úkraínu“

Björn segir málflutning Ögmundar ömurlegan – „Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um tilefnislausa og ólögmæta innrás í Úkraínu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“