fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Eyjan

Umboðsmaður barna á Íslandi styður umskurðarfrumvarpið

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. febrúar 2018 11:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salvör Nordal, umboðsmaður barna             Eyjan/Gunnar

Umboðsmaður barna á Íslandi, Salvör Nordal, segist styðja umskurðarfrumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Vísar hún til samnorrænar yfirlýsingar sem umboðsmenn barna á Norðurlöndunum skrifuðu undir fyrir fimm árum síðan, að 15 ára aldurstakmark yrði sett á slíkar aðgerðir.

Salvör segist ekki hafa verið beðin um að skrifa umsögn við frumvarpið, en hafi þó verið í sambandi við Silju við undirbúning frumvarpsins og veitt henni upplýsingar:

 

„Það er hlutverk Alþingis að útfæra bannið. Það sem snýr að mínu embætti er hvort þetta brýtur gegn grundvallarrétti barna og eftir mikla skoðun á sínum tíma varð það niðurstaðan hjá umboðsmönnum barna á öllum Norðurlöndunum að gefa út þessa sameiginlegu yfirlýsingu, þar sem mælt var með banni,“

 

segir Salvör. Ekkert Norðurlandanna hefur þó enn bannað umskurð, en í Svíþjóð gilda nokkuð strangari reglur en á hinum Norðurlöndunum.

 

Umboðsmaður barna í Noregi, Anne Linboe, sagði við norska ríkisútvarpið í morgun að hún styðji umskurðarfrumvarpið einnig. Hún segist viss um að bannið muni ná til Noregs, í fyllingu tímans.

 

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem samþykktur var á Íslandi árið 2013, er nokkuð afdráttarlaus þegar kemur að réttindum barna gagnvart slíkri aðgerð. Líkt og segir í greinargerð frumvarpsins:

Umskurður á ungum drengjum samræmist illa 12. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um rétt barna til þess að hafa áhrif á eigið líf. Auk þess telst umskurður brot gegn 3. mgr. 24. gr. sáttmálans sem tryggir börnum vernd gegn hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði barna. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur einnig hvatt öll ríki til þess að banna aðgerðir sem stefna mannlegri reisn barna í hættu og eru ekki í samræmi við réttindi barna. Þó að það sé vissulega réttur foreldra að veita barni sínu leiðsögn þegar kemur að trúarbrögðum getur slíkur réttur aldrei gengið framar rétti barnsins. Má í því sambandi benda á að skv. 3. gr. barnasáttmálans á það sem er barni fyrir bestu að hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem varða barn. Á réttur barna og mannhelgi þeirra því að ganga framar rétti fullorðinna til að taka trúarlegar og menningarlegar ákvarðanir fyrir hönd barna sinna. Í því samhengi er mikilvægt að líta til almennrar athugasemdar (e. general comment) frá barnaverndarnefndinni í Genf. Þar er m.a. fjallað um samspil 3. og 19. gr. barnasáttmálans.
Fram kemur að það sem er barninu fyrir bestu verði að túlka heildstætt með öllum greinum sáttmálans, þ.m.t. 19. gr., og vernda börn gegn hvers kyns ofbeldi. Ekki er hægt að beita 3. gr. sáttmálans í þeim tilgangi að réttlæta venjur sem hafa verið við lýði, eins og líkamlega, grimmúðlega eða niðurlægjandi refsingu sem fer gegn mannlegri reisn og líkamlegum heilindum. Enn fremur er tekið fram í athugasemdinni að mat fullorðins einstaklings á því hvað sé barni fyrir bestu geti ekki komið í stað raunverulegra skuldbindinga um virðingu fyrir réttindum barna samkvæmt barnasáttmálanum.
30. september 2013 skrifuðu umboðsmenn barna á Norðurlöndum og ýmsir heilbrigðisstarfsmenn undir yfirlýsingu gegn umskurði ungra drengja. Þeir telja brýnt að vinna að því að umskurður á ungum drengjum verði bannaður. Mikilvægt er að virða sjálfsákvörðunarrétt barna og banna umskurð á drengjum þar til viðkomandi hefur náð aldri og þroska til að veita samþykki sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fjártæknifyrirtækið YAY aðstoðar við dreifingu bótagreiðslna í Kanada

Fjártæknifyrirtækið YAY aðstoðar við dreifingu bótagreiðslna í Kanada
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Vanþekking á sveppum varð þeim að aldurtila

Steinunn Ólína skrifar: Vanþekking á sveppum varð þeim að aldurtila
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton BIeltvedt skrifar: Aðferðafræði fáránleikans – Húsnæðiskostnaður hækkar vísitölu, sem hækkar verðbólgu og vexti – afleiðingin: of dýrt að byggja til að lækka húsnæðiskostnað!

Ole Anton BIeltvedt skrifar: Aðferðafræði fáránleikans – Húsnæðiskostnaður hækkar vísitölu, sem hækkar verðbólgu og vexti – afleiðingin: of dýrt að byggja til að lækka húsnæðiskostnað!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur hæstánægður með sérfræðinga RÚV – „Af minni eigin sjálfumgleði minntu þau á sjálfan mig þegar ég fæ að tala um urriða!“

Össur hæstánægður með sérfræðinga RÚV – „Af minni eigin sjálfumgleði minntu þau á sjálfan mig þegar ég fæ að tala um urriða!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn segir málflutning Ögmundar ömurlegan – „Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um tilefnislausa og ólögmæta innrás í Úkraínu“

Björn segir málflutning Ögmundar ömurlegan – „Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um tilefnislausa og ólögmæta innrás í Úkraínu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“