fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Ísland vill í framkvæmdastjórn UNESCO

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. febrúar 2018 00:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framboð Íslands um setu í framkvæmdastjórn UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir tímabilið 2021 til 2025 var samþykkt á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Hlutverk UNESCO er að stuðla að friði og öryggi í heiminum með því að efla samvinnu þjóða í mennta-, vísinda- og menningarmálum og efla þannig almenna tiltrú og virðingu fyrir réttlæti, lögum og mannréttindum, án tillits til trúarbragða, kynþáttar, kynferðis eða tungumála. UNESCO hefur ennfremur haft forystu um verndun menningararfleifðar heimsbyggðarinnar og Ísland hefur lagt ríka áherslu á skráningu menningarminja á Heimsminjaskrá UNESCO.

Framboð Íslands nýtur stuðnings Norðurlandanna en þau hafa í sameiningu lagt ríka áherslu á að norrænt ríki eigi sæti í stjórn UNESCO. Norðurlöndin hafa skipst á að taka sæti í stjórninni frá upphafi en nú er komið að Íslandi að bjóða sig fram til setu í stjórn UNESCO fyrir tímabilið 2021 til 2025. Ísland átti síðast sæti í stjórn UNESCO tímabilið 2001-2005 en þá var Sveinn Einarsson, leikstjóri og rithöfundur, formaður íslensku UNESCO nefndarinnar. Áður hafði Ísland setið í stjórn 1981-1987.

Hlutverk íslensku UNESCO nefndarinnar er að vera ríkisstjórninni og sendinefnd Íslands á aðalráðstefnu UNESCO til ráðuneytis í málum er varða UNESCO, auk þess að vera tengiliður milli UNESCO og íslenskra mennta-, vísinda- og menningarstofnana. Gert er ráð fyrir að framboð Íslands og seta í framkvæmdastjórn UNESCO kosti árlega um 58 milljónir króna á árunum 2019-2025.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“