fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Eyjan

Vilja tryggja áframhaldandi útgáfu Bæjarins besta

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 19. febrúar 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fundarmenn á stofnfundinum                        Mynd/bb.is

Haldin var stofnfundur nýs útgáfufélags Bæjarins besta á Ísafirði um helgina. Markmiðið er að glæða fjölmiðilinn nýju lífi, en hann hefur legið í láginni undanfarið vegna fjárhagsvandræða og útgáfa prentmiðilsins verið stopul. Bæjarins besta var stofnað árið 1984, en vefmiðillinn bb.is leit dagsins ljós árið 2000.

Að sögn Shiran Þórissonar, sem kosinn var í stjórn hins nýja félags, er mikilvægt að félagið sé almenningshlutafélag, sem tryggi óháða útgáfu og sjálfstæði ritstjórnar. Hann býst við að nokkur fjöldi í viðbót muni skrá sig fyrir hlutafé í útgáfunni:

„Ég geri ráð fyrir að á næstu fjórum vikum verði hluthafahópurinn stækkaður um svona 50-60 manns, það komust ekki allir á þennan stofnfund núna. Það er því verkefni stjórnarinnar að klára þessi mál í framhaldinu,“

segir Shiran. Hann segir þetta mikið hugsjónaverkefni:

 

„Þessi hópur er nú nokkuð blautur á bak við eyrun þegar kemur að svona útgáfustarfssemi, þetta er fyrst og fremst gert af samfélagslegri hugsjón til að tryggja að miðillinn haldi áfram, sem er fyrir öllu. En það er hugur í mönnum, framundan er mikið starf og vonandi tekst þetta vel til hjá okkur.“

 

Í stjórn útgáfufélagsins voru kosin þau Shiran Þórisson, Viktoría Rán Ólafsdóttir og Pétur Markan. Í varastjórn voru kosnir Baldur Smári Einarsson og Sigurður Arnórsson

Ritstjórn skipa Lína Tryggvadóttir, Inga María Guðmundsdóttir og Ari Hafliðason

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu: Ekki verið að leggja af samræmd próf heldur stórauka vægi þeirra og virkni

Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu: Ekki verið að leggja af samræmd próf heldur stórauka vægi þeirra og virkni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fjártæknifyrirtækið YAY aðstoðar við dreifingu bótagreiðslna í Kanada

Fjártæknifyrirtækið YAY aðstoðar við dreifingu bótagreiðslna í Kanada
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmi brugðið út af tregðu til gjaldskrárlækkanna – „Ég trúi ekki að sveitarstjórnir sumra sveitafélaga ætli og vogi sér að svíkja launafólk með því að standa ekki við gefin loforð“

Vilhjálmi brugðið út af tregðu til gjaldskrárlækkanna – „Ég trúi ekki að sveitarstjórnir sumra sveitafélaga ætli og vogi sér að svíkja launafólk með því að standa ekki við gefin loforð“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton BIeltvedt skrifar: Aðferðafræði fáránleikans – Húsnæðiskostnaður hækkar vísitölu, sem hækkar verðbólgu og vexti – afleiðingin: of dýrt að byggja til að lækka húsnæðiskostnað!

Ole Anton BIeltvedt skrifar: Aðferðafræði fáránleikans – Húsnæðiskostnaður hækkar vísitölu, sem hækkar verðbólgu og vexti – afleiðingin: of dýrt að byggja til að lækka húsnæðiskostnað!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Morgunblaðsmenn orðnir þreyttir á afskiptum ritstjórans aldna

Orðið á götunni: Morgunblaðsmenn orðnir þreyttir á afskiptum ritstjórans aldna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur hæstánægður með sérfræðinga RÚV – „Af minni eigin sjálfumgleði minntu þau á sjálfan mig þegar ég fæ að tala um urriða!“

Össur hæstánægður með sérfræðinga RÚV – „Af minni eigin sjálfumgleði minntu þau á sjálfan mig þegar ég fæ að tala um urriða!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Baráttan um hægra fylgið

Sigmundur Ernir skrifar: Baráttan um hægra fylgið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn segir málflutning Ögmundar ömurlegan – „Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um tilefnislausa og ólögmæta innrás í Úkraínu“

Björn segir málflutning Ögmundar ömurlegan – „Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um tilefnislausa og ólögmæta innrás í Úkraínu“