fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Eyjan

Morgunblaðið fagnar þjóðaratkvæðisgreiðslu um svissnesk afnotagjöld

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 19. febrúar 2018 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins í dag fjallar um tilvonandi þjóðaratkvæðisgreiðslu Svisslendinga um ríkisútvarp heimamanna, SRG, í næsta mánuði, en kosið er um hvort leggja eigi afnotagjöldin þar í landi af. Svissneska ríkisútvarpið- og sjónvarpið hefur sætt gagnrýni fyrir aukin umsvif og að „draga taum vinstrimanna“, segir leiðari Morgunblaðsins og tekur fram að slík gagnrýni eigi ekki að koma íslendingum á óvart, þar sem hið sama eigi við hér á landi og reyndar víðar þar sem ríkið stundi „umfangsmikinn útvarps- og sjónvarpsrekstur.“

Afnotagjald SRG stendur undir ¾ rekstrarkostnaðarins, en ef afnotagjaldið heldur velli, líkt og kannanir benda til, er þegar í undirbúningi tillaga til þjóðaratkvæðis um að lækka gjaldið um helming.

RÚV hefur lengi verið þyrnir í augum valinkunnra Sjálfstæðismanna, ekki síst Davíðs Oddsonar, ritstjóra Morgunblaðsins, sem er líklegur leiðarahöfundur dagsins:

„Erfitt hefur þó reynst að hreyfa við þessum stofnunum og stjórnmálamenn hafa óttast að ræða um það sem aflaga hefur farið hjá ríkisútvörpum, enda eiga þeir mikið undir því að verða ekki fyrir reiði þessara miðla sem víðar en hér á landi hika ekki við að misbeita áhrifum sínum. Þrátt fyrir þetta hefur Svisslendingum tekist að koma því á dagskrá hvort landsmenn skuli neyddir til að greiða fyrir þjónustu ríkismiðils hvort sem þeir nota hann eða ekki og jafnvel þrátt fyrir að vera ósáttir við það hvernig honum er beitt.“

Leiðarahöfundur minnist á þær breytingar sem orðið hafa í notkun miðla meðal ungs fólks, þar sem þjónusta ríkismiðlanna er í lágmarki og því skiljanlegt að yngra fólk sé ósátt við að greiða afnotagjald af vöru sem það bað ekki um. Því sé í skoðun hjá SRG að minnka umsvifin, bæði í auglýsingasölu og fjölda rása sem boðið sé upp á:

„Með þessu mun SRG til dæmis ganga skemur en Ríkisútvarpið, sem hefur gengið æ lengra í fréttaflutningi á netinu í samkeppni við einkarekna miðla sem þar eru fyrir og geta ekki farið óboðnir í vasa almennings. Hver sem niðurstaðan verður í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Sviss eftir tæpar tvær vikur verður athyglisvert að fylgjast með þróuninni þar í landi. Og það verður líka fróðlegt að sjá hvort Ríkisútvarpið horfir til þess sem á sér stað í Sviss, ekki síst viðhorfs ríkismiðilsins til þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið, eða hvort gagnrýninni verður áfram mætt með afneitun og yfirlæti.“

Það má slá því föstu að Davíð Oddson og stór hópur Sjálfstæðismanna myndi fagna slíkri þjóðaratkvæðisgreiðslu hér á landi, en óvíst er að svo langt verði gengið, ekki síst meðan ræddur er sá möguleiki á að RÚV fari af auglýsingamarkaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu: Ekki verið að leggja af samræmd próf heldur stórauka vægi þeirra og virkni

Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu: Ekki verið að leggja af samræmd próf heldur stórauka vægi þeirra og virkni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fjártæknifyrirtækið YAY aðstoðar við dreifingu bótagreiðslna í Kanada

Fjártæknifyrirtækið YAY aðstoðar við dreifingu bótagreiðslna í Kanada
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmi brugðið út af tregðu til gjaldskrárlækkanna – „Ég trúi ekki að sveitarstjórnir sumra sveitafélaga ætli og vogi sér að svíkja launafólk með því að standa ekki við gefin loforð“

Vilhjálmi brugðið út af tregðu til gjaldskrárlækkanna – „Ég trúi ekki að sveitarstjórnir sumra sveitafélaga ætli og vogi sér að svíkja launafólk með því að standa ekki við gefin loforð“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton BIeltvedt skrifar: Aðferðafræði fáránleikans – Húsnæðiskostnaður hækkar vísitölu, sem hækkar verðbólgu og vexti – afleiðingin: of dýrt að byggja til að lækka húsnæðiskostnað!

Ole Anton BIeltvedt skrifar: Aðferðafræði fáránleikans – Húsnæðiskostnaður hækkar vísitölu, sem hækkar verðbólgu og vexti – afleiðingin: of dýrt að byggja til að lækka húsnæðiskostnað!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Morgunblaðsmenn orðnir þreyttir á afskiptum ritstjórans aldna

Orðið á götunni: Morgunblaðsmenn orðnir þreyttir á afskiptum ritstjórans aldna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur hæstánægður með sérfræðinga RÚV – „Af minni eigin sjálfumgleði minntu þau á sjálfan mig þegar ég fæ að tala um urriða!“

Össur hæstánægður með sérfræðinga RÚV – „Af minni eigin sjálfumgleði minntu þau á sjálfan mig þegar ég fæ að tala um urriða!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Baráttan um hægra fylgið

Sigmundur Ernir skrifar: Baráttan um hægra fylgið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn segir málflutning Ögmundar ömurlegan – „Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um tilefnislausa og ólögmæta innrás í Úkraínu“

Björn segir málflutning Ögmundar ömurlegan – „Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um tilefnislausa og ólögmæta innrás í Úkraínu“