fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Eyjan

Ban Ki-moon segir að læra megi af Íslendingum í jafnréttismálum

Trausti Salvar Kristjánsson
Laugardaginn 17. febrúar 2018 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfbærnistofnun Ban Ki-moon var sett á fót árið 2017 með það markmið að styðja við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þar sem sérstök áhersla er lögð á málefni kvenna og ungs fólks.

Ban Ki-moon, sem var aðalritari Sameinuðu þjóðanna árin 2007-2016, átti fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Líney Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ, í Pyeongchang í Suður-Kóreu nýverið. Á fundinum var m.a. rætt um valdeflingu ungs fólks og jafnrétti kynjanna. Þá komu íþróttir einnig við sögu en Ban Ki-moon var nýverið kjörinn formaður siðanefndar Alþjóða Ólympíunefndarinnar ásamt því að hafa komið á friðarsáttmála Ólympíuhreyfingarinnar (Olympic truce) og Sameinuðu þjóðanna, en sáttmálinn undirstrikar mikilvægi íþrótta í því að vinna að friði í heiminum. Ban Ki-moon lýsti yfir mikilli hrifningu á Íslandi og talaði sérstaklega um hið leiðandi hlutverk sem Ísland gegnir þegar kemur að jafnréttismálum.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði:

„Á fundi okkar kom fram að það eru ýmsir álitlegir samstarfsfletir á milli Íslands og stofnunar Ban Ki-moon. Við Íslendingar höfum náð góðum árangri í jafnréttis- og æskulýðsmálum og eins og rætt var á fundinum. Það er ljóst að Ísland hefur ýmislegt til málanna að leggja í alþjóðasamstarfi og lýsti ég yfir vilja til að miðla reynslu okkar og þekkingu áfram. “

Ban Ki-moon stofnunin vinnur innan ramma heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og hefur að markmiði að vinna að friði, mannréttindum, útrýmingu fátæktar og valdeflingar kvenna og ungs fólks. Í heimsmarkmiðunum hefur hlutverk ungs fólks mikið vægi en sá hópur er einn níu hópa sem Sameinuðu þjóðirnar vinna sérstaklega með til þess að tryggja breiða þátttöku úr öllum kimum samfélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu: Ekki verið að leggja af samræmd próf heldur stórauka vægi þeirra og virkni

Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu: Ekki verið að leggja af samræmd próf heldur stórauka vægi þeirra og virkni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fjártæknifyrirtækið YAY aðstoðar við dreifingu bótagreiðslna í Kanada

Fjártæknifyrirtækið YAY aðstoðar við dreifingu bótagreiðslna í Kanada
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmi brugðið út af tregðu til gjaldskrárlækkanna – „Ég trúi ekki að sveitarstjórnir sumra sveitafélaga ætli og vogi sér að svíkja launafólk með því að standa ekki við gefin loforð“

Vilhjálmi brugðið út af tregðu til gjaldskrárlækkanna – „Ég trúi ekki að sveitarstjórnir sumra sveitafélaga ætli og vogi sér að svíkja launafólk með því að standa ekki við gefin loforð“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton BIeltvedt skrifar: Aðferðafræði fáránleikans – Húsnæðiskostnaður hækkar vísitölu, sem hækkar verðbólgu og vexti – afleiðingin: of dýrt að byggja til að lækka húsnæðiskostnað!

Ole Anton BIeltvedt skrifar: Aðferðafræði fáránleikans – Húsnæðiskostnaður hækkar vísitölu, sem hækkar verðbólgu og vexti – afleiðingin: of dýrt að byggja til að lækka húsnæðiskostnað!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Morgunblaðsmenn orðnir þreyttir á afskiptum ritstjórans aldna

Orðið á götunni: Morgunblaðsmenn orðnir þreyttir á afskiptum ritstjórans aldna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur hæstánægður með sérfræðinga RÚV – „Af minni eigin sjálfumgleði minntu þau á sjálfan mig þegar ég fæ að tala um urriða!“

Össur hæstánægður með sérfræðinga RÚV – „Af minni eigin sjálfumgleði minntu þau á sjálfan mig þegar ég fæ að tala um urriða!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Baráttan um hægra fylgið

Sigmundur Ernir skrifar: Baráttan um hægra fylgið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn segir málflutning Ögmundar ömurlegan – „Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um tilefnislausa og ólögmæta innrás í Úkraínu“

Björn segir málflutning Ögmundar ömurlegan – „Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um tilefnislausa og ólögmæta innrás í Úkraínu“