fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Eyjan

Íbúðum fjölgaði um 1.800 í fyrra – Lítil fjölgun milli ára

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 16. febrúar 2018 15:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúðum hér á landi fjölgaði um 1.759 í fyrra. Til samanburðar fjölgaði þeim um 1.580 árið 2016 og er aukningin því einungis tæplega 200 íbúðir milli ára. Þetta má sjá í nýjum tölum sem Þjóðskrá Íslands hefur birt. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur orðið aukning í fjölgun íbúða undanfarin ár. Fjölgunin hefur þó verið hægfara í samanburði við eftirspurn og fjölgun íbúða í fyrra var enn undir meðaltali síðustu tveggja áratuga. Íbúðum er því enn að fjölga mun hægar en þörf er á, og uppsafnaður skortur er enn til staðar eftir hæga fjölgun íbúða undanfarin 8 ár.

Sé fjölgun íbúða í fyrra skoðuð eftir sveitarfélögum kemur í ljós að íbúðum fjölgaði mest í Mosfellsbæ, eða um 401 íbúð. Næst kemur Reykjavík, þar sem íbúðum fjölgaði um 322 í fyrra samkvæmt tölum Þjóðskrár. Til samanburðar fjölgaði íbúðum í borginni um 635 árið 2016. Kópavogur er í þriðja sæti í fjölgun íbúða í fyrra, en íbúðum í bænum fjölgaði um 269 í fyrra borið saman við 168 árið 2016.

Í nýlegri skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að íbúðum þyrfti að fjölga um samtals 17.000 árin 2017-2019 til að mæta að fullu þörf og uppsöfnuðum skorti. Nú þegar liggur fyrir að íbúðum fjölgaði um tæplega 1.800 í fyrra má draga þá ályktun, sé tekið mið af niðurstöðum skýrslunnar, að íbúðum þyrfti að fjölga um um það bil 15.000 í ár og næsta ár, 2018 og 2019, til að mæta að fullu þörf og uppsöfnuðum skorti. Eins og áður hefur komið fram er afar ólíklegt að uppbyggingarhraðinn verði nægjanlegur næstu tvö árin til að það náist að mæta þörf almennings fyrir íbúðir.

Sigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri á húsnæðissviði Íbúðalánasjóðs, segir þetta áhyggjuefni:

„Þessar tölur eru áhyggjuefni, en séu þær bornar saman við nýja greiningu hagdeildar Íbúðalánasjóðs um þörf á íbúðarhúsnæði kemur í ljós að líklega verður enn mikill skortur á íbúðum næstu 2-3 árin. Þessar nýju tölur um fjölgun íbúða sýna að langtímasýn og áætlanagerð í húsnæðismálum hefur verið ábótavant og að skortur hefur verið á áreiðanlegum upplýsingum. Tölurnar sýna okkur hversu mikilvægt það er að sveitarfélög marki stefnu í húsnæðismálum og geri áætlanir um hvernig þau ætla að mæta þeim mikla skorti sem ríkir á húsnæðismarkaði. Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga eru lykilþáttur í því að stuðla að stöðugleika og sjá til þess að framboð húsnæðis mæti eftirspurn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Akureyrarbær lækkar loks gjaldskrárnar

Akureyrarbær lækkar loks gjaldskrárnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu: Ekki verið að leggja af samræmd próf heldur stórauka vægi þeirra og virkni

Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu: Ekki verið að leggja af samræmd próf heldur stórauka vægi þeirra og virkni