fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Gunnar Smári segir Samtök atvinnulífsins aðeins þjóna fámennri auðklíku

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 16. febrúar 2018 08:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson. Samsett mynd/DV

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, setur fram áhugaverða tölfræði á Facebooksíðu sinni um skiptingu auðs á Íslandi. Þar segir að aðeins 50 manneskjur á Íslandi eigi 53% alls eiginfjár íslenskra fyrirtækja og 950 manns til viðbótar eiga önnur 45 prósent alls eiginfjár fyrirtækja. Þá eigi restin af þjóðinni, um 339,000 manns, tvö prósentin sem eftir eru.

 

 

Þá segir Gunnar Smári að Samtök atvinnulífsins stundi grimma hagsmunavörslu fyrir hina ofurríku:

 

„Samtök atvinnulífsins eru því langt í frá eitthvað sem kalla mætti samtök atvinnulífsins heldur grimm hagsmunavarsla fámennustu klíku landsins, örfárra manneskja sem nýta auð sinn til að sveigja stjórnmálin að eigin þörfum og til að láta stjórnmálamenn éta úr lófa sínum.“

 

Gunnar Smári nefnir réttilega  að erlendis sé gjarnan sé talað um að ríkasta eitt prósent heimsins, lifi í vellystingum á kostnað hinna 99 prósentanna, því samkvæmt skýrslu svissneska fjármálarisans Credit Suisse, á ríkasta eitt prósent milljarðamæringa á jörðinni samtals helming allra auðæfa heimsins.

Hinsvegar sé staðan önnur á Íslandi, þar sem 50 manns teljist aðeins til 0,015% af þjóðinni og tíu manns eru 0,003 prósent landsmanna, samkvæmt Gunnari Smára. Ekki kemur þó fram hvaðan Gunnar hefur þessa tölfræði.

 

 

Að lokum segir Gunnar Smári:

„Staðan á Íslandi er sú að stjórnmálin snúast um hagsmuni 0,3% landsmanna á meðan litið er fram hjá hagsmunum 99,7%. Og í raun er staðan sú að hagsmunum þess hóps er fórnað fyrir hagsmuni 0,003% landsmanna, tíu manna. Allt sem þið stritið, allt sem þið stússið við og allt sem þið sinnið knýr áfram auðsöfnun þessara tíu manna. Þannig er Ísland í dag.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út