fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Utanríkisráðherra: „Meiri áhersla verður lögð á eftirlit og viðbragð á þessari lífæð milli Evrópu og Norður-Ameríku”

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. febrúar 2018 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jens Stoltenberg, framkvæmdarstjóri Nato og Guðlaugur Þór Þórðarson  Mynd/Nato

Varnarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins ræddu aukinn varnarviðbúnað og framlög til varnarmála, eflingu herstjórna NATO og stuðning við umbætur í Írak á tveggja daga fundi sínum sem lauk í Brussel í dag. Þá funduðu ráðherrarnir með varnarmálaráðherrum Finnlands og Svíþjóðar og utanríkismálastjóra ESB um vaxandi samvinnu NATO og ESB. Þetta kemur fram í tilkynningu:

„Bandalaginu hefur á skömmum tíma tekist að laga sig að breyttu öryggisumhverfi með auknum varnarviðbúnaði. Vægi Norður-Atlantshafsins er að aukast sem endurspeglast í því að meiri áhersla verður lögð á eftirlit og viðbragð á þessari lífæð milli Evrópu og Norður-Ameríku”,

sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra sem sat fundinn. 

Á fundinum var fjallað um fyrirhugaðar breytingar á herstjórnarkerfi bandalagsins þar sem gert er ráð fyrir stofnun tveggja nýrra undirherstjórna sem munu annars vegar fást við liðs-  og birgðaflutninga og hinsvegar öryggismál á Atlantshafi.

Bandalagsríkin hafa verið að auka framlög til varnarmála jafnt og þétt til að mæta breyttum öryggishorfum og ræddu ráðherrarnir áætlanir um aukin framlög, fjárfestingar og virkari þátttöku í störfum bandalagsins. 

Stuðningur bandalagsins við Írak var einnig til umræðu í ljósi þess að búið er frelsa stór landsvæði úr höndum samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, einnig þekkt sem Daesh. Írösk stjórnvöld hafa óskað eftir aðstoð við umbætur í öryggis- og varnarmálum og er verið að undirbúa þjálfunarverkefni á vegum bandalagsins í nánu samstarfi við stjórnvöld og fjölþjóðaliðið sem berst gegn Daesh. Ísland hefur tekið þátt í þjálfun íraskra sérfræðinga í sprengjueyðingu og lagt til fjármagn í átakssjóði sem styðja við slíka þjálfun og er stefnt að því að halda þeim stuðningi áfram. 

„Það skiptir máli að alþjóðasamfélagið styðji við uppbyggingu á svæðum sem búið er að frelsa undan Daesh. Við erum að beita okkur gegnum sjóði á vegum Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi og ætlum að leggja meira af mörkum með því að styðja við þjálfun í sprengjueyðingu á vegum NATO í Írak sem er mannúðarverkefni í eðli sínu. Þessi stuðningur er mikilvægur liður í að gera heimamönnum kleift að snúa aftur til síns heima eftir átökin”,

sagði Guðlaugur Þór. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út