fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Ritari Samfylkingarinnar þjófkennir Ásmund og krefst afsagnar hans

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 21:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Steinn Jónínuson, ritari Samfylkingarinnar

Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, þjófkennir Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, á Twitter í kvöld. Við frétt Vísis um frammistöðu Ásmundar í Kastljósinu skrifar Óskar Steinn:

„Á þjóðþingum allra nágrannalanda okkar segja þjófar af sér þegar kemst upp um þá. Ásmundur mætti gera það núna.“

Óskar Steinn hefur áður ratað í fréttir vegna ummæla sinna á Twitter, en hann sagði Agli Einarssyni til dæmis að fokkasér, sem hann baðst síðar afsökunar á.

 

Margir hafa sett út á svör Ásmundar í Kastljósinu, meðal annars ummæli hans um 101 rottur:

„Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“

 

Ásmundur viðurkenndi  eftir viðtalið, í samtali við Einar Þorsteinsson fréttamann, að hann hefði rukkað Alþingi um akstur meðan hann sinnti dagskrárgerð í þætti á sjónvarpsstöðinni ÍNN, en hann hafði í þættinum svarið það af sér.

Ásmundi þótti einnig að RÚV hefði lagt sig í einelti með fréttaflutningi og vísaði sérstaklega til Helga Seljan, fréttamanns, í þættinum Vikulokin.

Þá viðurkenndi Ásmundur að hafa brotið reglur þingsins, sem segja að eftir 15.000 kílómetra akstur á árinu skuli þingmenn nota bílaleigubíla sem þingið leggi til, frá bílaleigu Akureyrar. Ásmundur kvaðst ósáttur við þá bílaleigubíla sem í boði væru og vildi gera samning við Alþingi um að nota sinn eigin bíl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út