fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Ísland eina norræna ríkið sem má ekki krefjast salmonelluvottorða

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty images

Ísland er eina norræna ríkið sem má ekki krefjast salmonelluvottorða frá ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Þetta kemur fram á vef Félags atvinnurekenda.

Danmörk fékk í byrjun mánaðarins leyfi Evrópusambandsins til að krefjast svokallaðra viðbótartrygginga varðandi salmonellu vegna innflutnings fuglakjöts til landsins. Framkvæmdastjórn ESB viðurkennir sérstöðu Danmerkur hvað varðar sjúkdómastöðu alifugla gagnvart salmonellu og er dönskum stjórnvöldum því heimilt að krefjast vottorða um að innflutt fuglakjöt sé laust við salmonellu, að því er fram kemur í tilkynningu danska umhverfis- og matvælaráðuneytisins. Áður hafði Danmörk fengið slíka heimild hvað varðar innflutning á eggjum.

Fyrir var Svíþjóð, Finnlandi og Noregi heimilt að krefjast slíkra viðbótarábyrgða vegna kjötinnflutnings, á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu. Sú heimild byggist meðal annars á því að stofnanir EES, þ.e. framkvæmdastjórn ESB í tilviki Svíþjóðar og Finnlands og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) í tilviki Noregs hafa yfirfarið og samþykkt landsáætlanir ríkjanna um eftirlit með salmonellasmiti á alifuglabúum.

Ísland hefur hins vegar ekki fengið slíka heimild hjá ESA, heldur hafa íslensk stjórnvöld einhliða krafist salmonelluvottorða af innflytjendum fuglakjöts. Samkvæmt dómi EFTA-dómstólsins sem féll í nóvember síðastliðnum, hefur Ísland lagt fyrir ESA landsbundna eftirlitsáætlun vegna salmonellu í alifuglum og alifuglaafurðum, en ekki sótt um viðurkenningu til jafns við þá sem samþykkt var fyrir Noreg, Finnland og Svíþjóð (og nú Danmörku). Íslandi sé því ekki heimilt að beita þeim viðbótartryggingum sem kveðið er á um í 8. grein reglugerðarinnar. Með dómi EFTA-dómstólsins var bann Íslands við innflutningi á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk frá öðrum EES-ríkjum dæmt andstætt EES-samningnum.

Um helmingur innflutts kjúklings frá Danmörku
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að viðurkenningin á sérstöðu Danmerkur hafi þýðingu fyrir íslenska neytendur, vegna þess að stór og vaxandi hluti innflutts kjúklingakjöts komi frá Danmörku.

„Seinni hluta ársins 2017 komu 42% innflutts kjúklingakjöts frá Danmörku en 50% frá Þýskalandi. Samkvæmt upplýsingum sem FA hefur aflað hjá innflytjendum má ætla að hlutur dansks kjúklings í innflutningnum muni vaxa verulega á árinu 2018 á kostnað þýsku vörunnar,“

segir Ólafur.

Hann segir að nú sé orðið löngu tímabært að íslensk stjórnvöld sæki um að fá sambærilega heimild til að krefjast viðbótartrygginga vegna innflutnings og hin norrænu ríkin hafa fengið.

„Íslenskum neytendum er ítrekað sagt að sjúkdómastaða íslenskra alifugla hvað varðar salmonellu sé betri en nokkurs staðar annars staðar á byggðu bóli. Samt hefur íslenskum yfirvöldum ekki dottið í hug að fá vottun alþjóðastofnana á að það sé raunin og að íslenska eftirlitskerfið sé jafngott og í hinum norrænu ríkjunum. Í ljósi þess að bannið við innflutningi ferskvöru verður afnumið í kjölfar dóms EFTA-dómstólsins er ekki seinna vænna að íslensk stjórnvöld vinni vinnuna sína í þessum efnum,“

segir Ólafur Stephensen.

Strangar reglur gilda um beitingu viðbótartrygginga
Í skýrslu, sem Food Control Consultants vann fyrir FA um innflutning ferskrar matvöru, er umfjöllun um beitingu viðbótarábyrgða. Í útdrætti úr skýrslunni er m.a. eftirfarandi umfjöllun:

3. Gætu stjórnvöld gripið til aðgerða til að takmarka hættu á mögulegum neikvæðum áhrifum sem væru minna íþyngjandi en bann við innflutningi á fersku kjöti?

Ákveðin lönd innan EES (hin norrænu ríkin fjögur) hafa fengið svokallaðar viðbótartryggingar vegna viðskipta með matvæli sem hefur það í för með sér að taka þarf sýni af viðkomandi vörusendingum og gefa út vottorð um að varan sé ekki menguð, t.d. af salmonella. Vegna þess að hægt er að nota viðbótartryggingar sem viðskiptahindrun gilda strangar reglur um beitingu þeirra. Sanna þarf að viðkomandi land eða svæði sé laust við ákveðinn sjúkdóm eða að sett hafi verið upp áætlun til að hindra útbreiðslu hans og útrýma sjúkdómnum. Þetta þarf að sanna með vísindalegum aðferðum. Íslensk stjórnvöld geta sótt um viðbótartryggingar og á grundvelli þeirra sett skilyrði um að ferskt kjöt verði að uppfylla ákveðnar kröfur, t.d. að fyrir liggi niðurstöður um salmonella eða kampýlobakter. Ákveðnu ferli þarf að fylgja til að sækja um slíkt, fyrst og fremst að gera áætlun um aðgerðir, þ.m.t. sýnatökur og aðgerðir þeim tengdar. Þessi aðferð er talin minna íþyngjandi og í fullu samræmi við þær reglur sem settar hafa verið fyrir önnur Norðurlönd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út