fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Eyjan

Píratar bjóða fram í Mosfellsbæ

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stofnfundur Pírata í Mosfellsbæ verður haldinn í kvöld, en Píratar ætla að bjóða fram í sex sveitarfélögum, Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, á Suðurnesjum, Akureyri og í Mosfellsbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum.

Til skoðunar er að bjóða fram í fleiri sveitarfélögum, þá með öðrum flokkum. Í öllum tilfellum verður notast við prófkjör við val á framboðslista, en þau hefjast um miðjan mars.

Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi, ætlar ekki að gefa kost á sér og varaborgarfulltrúinn Þórgnýr Thoroddsen segist ekki stefna á baráttusæti.

Aðrir fulltrúar Pírata í ráðum Reykjavíkurborgar stefna hinsvegar á toppsætin, en staðfestir eru Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Alexandra Briem, Þórlaug Ágústsdóttir, Arnaldur Sigurðarson og Svafar Helgason.

 

 

Tilkynning Pírata:

Stofnfundur Pírata í Mosfellsbæ verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 14. febrúar. Fundurinn fer fram í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, klukkan 20.00. Stofnun þessa nýja aðildarfélags er til marks um vöxt Pírata á landsvísu og enn mögulegt að fleiri ný aðildarfélög verði stofnuð fyrir sveitastjórnakosningar.

Halldóra Mogensen þingmaður Pírata hefur boðað komu sína á fundinn. Við hvetjum alla Pírata sem búsettir eru í Mosfellsbæ til að mæta á fundinn þar sem kosið verður í stjórn nýstofnaðs félags.

Píratar ætla að bjóða fram í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, á Suðurnesjum, Akureyri og í Mosfellsbæ. Þegar eru starfandi virk aðildarfélög í öllum þeim sveitarfélögum utan Mosfellsbæjar. Til skoðunar er í fleiri sveitarfélögum að Píratar bjóði fram með öðrum flokkum.

Alls staðar þar sem Píratar bjóða fram undir eigin merkjum verður prófkjör notað við val á lista. Prófkjörin hefjast um miðjan mars.en til að geta kosið í prófkjörum Pírata þarf fólk að hafa verið skráð í flokkinn í 30 daga. Þannig þarf að vera skráður í Pírata fyrir 17. febrúar til að geta kosið í prófkjörum á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar er hægt að bjóða sig fram eftir þann tíma allt þar tið framboðsfresti lýkur.

Gert er ráð fyrir að lokaniðurstöður prófkjöra í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði liggi fyrir 26 mars og niðurstöður í Reykjanesbæ 23. Mars. Tímalína varðandi prófkjör á Akureyri liggur fyrir á næstunni. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram fyrir hönd Pírata eru hvattir til að senda póst á piratar@piratar.is<mailto:piratar@piratar.is>

Málefnastarf er í fullum gangi um land allt en lögð verður áhersla á gagnsæi, aðgengi íbúa að stjórnsýslunni, vörn gegn spillingu og íbúalýðræði. Þá verða velferðarmál, fjölskyldumál og mannréttindi í öndvegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: Óreiðuhagstjórn hrekur ungt fólk úr landi – tvær þjóðir í landinu

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: Óreiðuhagstjórn hrekur ungt fólk úr landi – tvær þjóðir í landinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fyrrum seðlabankahagfræðingur segir að við séum óþægilega nálægt samdráttarskeiði

Fyrrum seðlabankahagfræðingur segir að við séum óþægilega nálægt samdráttarskeiði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Íslamskir ofsatrúarmenn

Björn Jón skrifar: Íslamskir ofsatrúarmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Uns engin er eftir nema bankinn og asninn

Jón Sigurður skrifar – Uns engin er eftir nema bankinn og asninn