fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Gild rök

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 08:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson ritar:

Á heimasíðu Hæstaréttar kemur fram að 30 varadómarar hafi verið kvaddir til setu í málum sem flutt eru nú í febrúar og mars. Margir þeirra eiga að sitja í fleiri málum en einu.

Þetta vekur upp spurningar um ástæður fyrir þessu háttalagi réttarins.

 

 

Fróður maður sagði mér að meginástæðan væri sú að rétturinn teldi óheppilegt að tveir
dómstólar, Hæstiréttur og Landsréttur, væru á sama tíma að dæma á
áfrýjunarstigi í sams konar málum. Á því væri hætta þangað til Hæstiréttur hefði
lokið dómi á málin sem biðu dóms í byrjun ársins, en hefðu farið til Landsréttar
ef áfrýjað hefði verið eftir áramótin. Þess vegna hafi þurft að setja aukinn kraft í
að ljúka dómum á þessi mál.
Á þetta má fallast. Þetta eru að mínum dómi gild rök fyrir þessu átaki við að
ljúka málunum, þó að greinilega sé óheppilegt að þurfa að kalla svo marga
varadómara inn á skömmum tíma.
Hæstiréttur hefði átt að senda frá sér fréttatilkynningu og skýra ástæður fyrir
þessum óvenjulegu ráðstöfunum. Þar á bæ ættu menn að muna að þeir eru
þjónar réttarins en ekki herrar hans.

Jón Steinar Gunnlaugsson er fyrrverandi
dómari við Hæstarétt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Bellingham valinn bestur
Gaf Díegó í jólagjöf
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út