fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2024
Eyjan

Mogginn gagnrýnir styttri vinnudag borgarstarfsmanna

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. febrúar 2018 08:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Samsett mynd/DV

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins skrifar um styttingu vinnuvikunar í dag, en hugmyndinni hefur verið haldið á lofti undanfarið, að fyrir sömu laun geti fólk unnið styttri vinnudag. Þar með geti það eytt meiri tíma með börnum sínum, og verið ferskari og einbeittari á vinnutíma. Leiðararahöfundi finnst þetta skrítin ráðstöfun á vinnutíma borgarstarfsmanna, en leiða má líkur að því að um Davíð Oddson sé að ræða sem ritar:

 

 

„Nýjasta „kosningatrikkið“ er að stytta vinnutíma borgarstarfsmanna, á kostnað borgarbúa. Aðeins í Frakklandi er vinnutími styttri en á Íslandi og Macron forseti segir að það geri Frakkland ósamkeppnishæft. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, skrifaði eftirtektarverða grein í blaðið í gær. Þar segir hann: „Í sömu viku og borgarstjórn Reykjavíkur ákveður að setja 2.200 starfsmenn til viðbótar í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar, ákveður sama borgarstjórn að kaupa þurfi meiri yfirvinnu af borgarstarfsmönnum vegna manneklu. Þetta er í sömu viku!“

Segir í leiðara að aðferðin felist í því að borgin setji 15 milljónir í pott til að kaupa yfirvinnu af sínu starfsfólki. Þá spyr höfundur hvort það geti verið að keypt sé  aukin yfirvinna af sömu starfsmönnum og nú vinna minni dagvinnu sökum tilraunaverkefnisins?

„Slíkar spurningar eiga rétt á sér. En málið er að borgarbúar greiða fyrir þessa furðuráðstöfun borgarnar. Meðan þeirra vinnutími er ekki styttur er það ögrun að stytta hann hjá þeim sem borgarbúar greiða laun. Við þetta bætist að Dagur B. Eggertsson hefur ásamt sínum meirihluta lengt vinnuviku fólks í Reykjavík um nær 7 klukkustundir á viku, sem er nánast heill dagvinnudagur með því að láta menn vera klukkutíma og korteri lengur í og úr vinnu á hverjum degi. Vanefndir í skipulags- og gatnagerð og áherslur á geðþóttamál valda þessu skemmdarverki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: Óreiðuhagstjórn hrekur ungt fólk úr landi – tvær þjóðir í landinu

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: Óreiðuhagstjórn hrekur ungt fólk úr landi – tvær þjóðir í landinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fyrrum seðlabankahagfræðingur segir að við séum óþægilega nálægt samdráttarskeiði

Fyrrum seðlabankahagfræðingur segir að við séum óþægilega nálægt samdráttarskeiði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Íslamskir ofsatrúarmenn

Björn Jón skrifar: Íslamskir ofsatrúarmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Uns engin er eftir nema bankinn og asninn

Jón Sigurður skrifar – Uns engin er eftir nema bankinn og asninn