fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Ásmundur fær það óþvegið á Pírataspjallinu – Hótað barsmíðum

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 9. febrúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson,

Eftir að í ljós kom að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fengi 4,6 milljónir endurgreiddar vegna aksturskostnaðar á síðasta ári, hefur alnetið logað. Á Pírataspjallinu, hvers meðlimir eru ekki þekktir fyrir að tala undir rós, má greina mikla reiði og tortryggni í garð Ásmundar, sem sjálfur segist aðeins fara eftir reglum Alþingis.

Hingað til hefur engum tekist að hrekja þá staðreynd.

Björn Leví Gunnarsson birtir innlegg sitt á Pírataspjallinu, þar sem hann spyr hvort Ásmundur sé að nýta tíma sinn nægilega vel, þar sem hann er svo mikið undir stýri:

„Að keyra tæpa 48 þús km. tekur um 22 sólarhringa á 90 km hraða. Meðalvinnumánuður er um 22 dagar. Það þýðir að það rekur þrjá mánuði í fullri vinnu. Nú spyr ég, er þingmaður að nýta tímann sinn vel að skutlast svona á fundi út um allt? 25% af vinnutíma ársins í að keyra á milli funda.“

 

Þá tekur maður að nafni Jack Hrafnkell Danielsson hressilega til orða, jafnvel svo að varði við lög:

„Er ekki komin tími til að ræða þessi mál. Útborgaðar bætur öryrkja eru enn innnan við 200 þúsund á mánuði og Ási ökuóði halar inn 385 þúsund á mánuði að meðaltali, skattfrjálst ofan í sín laun. Það er eins gott að ég er búsettur erlendis því ef ég mundi mæta þessu viðbjóslega eintaki af manneskju, (ef manneskju er hægt að kalla), þá mundi ég sennilega berja hann til óbóta á stundinni.“

Jack Hrafnkell birtir þessa færslu við tilbúna „frétt“ sem er af bloggsíðu hans sjálfs.

Fyrirsögn fréttarinnar er „Gagnslaus blóðsuguþingmaður fær meiri aksturspeninga en öryrki fær í bætur á mánuði. Siðblindan er algjör

 

Í „fréttinni“ sjálfri er Jack Hrafnkell afar orðljótur í garð Ásmundar, sem og í garð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Ekki verður orðbragðið haft eftir hér, nóg er nú samt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því