fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Harpa og KrakkaRÚV meðal styrkþega mennta- og menningarmálaráðuneytisins

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 9. febrúar 2018 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum af safnliðum fyrir árið 2018 til verkefna er stuðla að faglegri uppbyggingu á sviði menningarmála. Í auglýsingu ráðuneytisins 29. september 2017 var tekið fram að úthlutað yrði styrkjum á sviði lista og menningararfs annars vegar og til mannvirkja á sviði íþrótta- og æskulýðsmála hinsvegar.  Þetta kemur fram í tilkynningu.

Hæsta styrkinn hlýtur Landssamband hestafélaga vegna uppbyggingar í Víðidal vegna Landsmóts hestamanna og Sveitafélagið Skagafjörður, vegna Landsmóta UMFÍ, eða sex milljónir hvort verkefni. Sveitafélagið Ölfus fær fimm milljónir vegna fyrirhugaðs Unglingalandsmóts.

Harpa fær hálfa milljón fyrir Upptaktinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna og KrakkaRÚV fær eina og hálfa milljón fyrir „gagnvirkt vefsjónvarp fyrir ungmenni með áherslu á vandað málfar og góða íslensku.“

Heildarlistann má sjá hér að neðan.

Á sviði lista og menningararfs eru veittir rekstrar- og verkefnastyrkir til félaga, samtaka og einstaklinga sem starfa á sviði lista og að verndun menningarminja og hafa ekki aðgang að uppbyggingarsjóðum landshluta eða öðrum sjóðum  lista og menningararfs.
Á sviði íþrótta- og æskulýðsmála eru veittir stofnstyrkir til að styðja við uppbyggingu, endurnýjun og viðhald íþróttamannvirkja og mannvirkja fyrir æskulýðsstarfsemi í samstarfi við sveitarfélög og fleiri aðila.

Mat á umsóknum byggði einkum á eftirtöldum sjónarmiðum:  
a)        gildi og mikilvægi verkefnis fyrir stefnu viðkomandi málaflokks, 
b)        gildi og mikilvægi verkefnisins fyrir kynningu og markaðssetningu viðkomandi málaflokks, 
c)        að umsækjanda takist að ná þeim markmiðum sem verkefnið miðar að, 
d)        starfsferli og faglegum bakgrunni umsækjanda og annarra þátttakenda, 
e)        fjárhagsgrundvelli verkefnis og/eða hvort umsækjandi hafi hlotið aðra styrki til sama verkefnis. 

Alls bárust 97  umsóknir þar sem sótt var um styrki alls að fjárhæð 429.437.312 kr.  Alls eru veittir 37 styrkir að þessu sinni, samtals að fjárhæð 56.300.000 kr.

Eftirfarandi  umsækjendur og verkefni hlutu styrki fyrir árið 2018:

Styrkir til lista og menningararfs
Verkefnastyrkir                                                

Umsækjandi Verkefni
Úthlutað
ASSITEJ Ísland UNGI – alþjóðleg sviðslistahátíð fyrir ungt fólk
800.000
Barnabókasetur Íslands Siljan, myndbandasamkeppni fyrir ungt fólk
500.000
Cycle Music and Art Festival Listahátíðin Cycle, Heimur heima
1.000.000
Danshópurinn Sporið Miðlun íslenskra þjóðdansa sem menningarhefðar
300.000
Félag norrænna forvarða -Ísland Alþjóðleg ráðstefna á Íslandi
500.000
Félag um listasafn Samúels Endurbætur á húsi Samúels
500.000
Fífilbrekka ehf Ljósmyndaverkefni um hús Samvinnuhreyfingarinnar
1.000.000
Harpa ohf Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna
500.000
Íslandsdeild ICOMOS Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi
500.000
Íslenskir eldsmiðir Fræðsla um eldsmíði – námskeið og sýningar
500.000
Íslensk tónverkamiðstöð Skylduskil til Landsbókasafns Íslands
2.000.000
KrakkaRÚV Gagnvirkt vefsjónvarp fyrir ungmenni með áherslu á vandað málfar og góða íslensku
1.500.000
Leikminjasafn Íslands Frágangur og skráning leikmuna
3.700.000
Mýrin – félag um barnabókmenntahátíð Úti í Mýri – alþjóðleg barnabókmenntahátíð
1.000.000
Nína Margrét Grímsdóttir Reykjavík Classics, tónleikaröð í Hörpu
1.200.000
Norræna húsið í Reykjavík Menningarveisla í Vatnsmýrinni í tilefni af 50 ára afmæli hússins 2018
800.000
SÍUNG SÖGUR – verðlaunahátíð barnanna
500.000
Sviðslistasamband Íslands Markaðs og kynningarmál
500.000
Tónskáldafélag Íslands Myrkir músíkdagar
2.000.000
Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða Faglegir fundir, fræðsla og alþjóðlegt samstarf
1.200.000
Valdimar Össurarson Orðasjóður Kollsvíkinga
500.000

Rekstrarstyrkir

Bandalag sjálfstæðra leikhúsa
3.500.000
Bókmenntahátíð í Reykjavík
3.000.000
Félag íslenskra safna og safnmanna
1.500.000
Reykjavík Dance Festival
3.500.000

Stofnstyrkir til íþrótta- og æskulýðsmála

Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar Úrbætur á öryggissvæði keppnisbrautar
800.000
Golfklúbbur Vestmannaeyja Framkvæmdir á mótssvæði fyrir Íslandsmót í höggleik 2018
2.000.000
Landssamband hestamannafélaga Uppbygging keppnisvalla í Víðidal fyrir Landsmót hestamanna 2018
6.000.000
Skáksamband Íslands Viðgerð á þaki vegna leka í húsakynnum sambandsins
1.000.000
Skátafélagið Garðbúar Viðgerðir og endurbætur á húsakynnum skátaheimilisins
350.000
Skátafélagið Heiðabúar Viðgerðir og endurbætur á húsakynnum skátaheimilisins
350.000
Skátafélagið Mosverjar Viðgerðir og endurbætur á húsakynnum skátaheimilisins
350.000
Skátafélagið Strókur Viðgerðir og endurbætur á húsakynnum skátaheimilisins
350.000
Skógarmenn KFUM – Vatnaskógi Vatnaskógur – ljúka við nýtt hús og bætt aðgengi
1.000.000
Sveitarfélagið Skagafjörður Uppbygging mannvirkja fyrir Landsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50+ 2018
6.000.000
Sveitarfélagið Ölfus Unglingalandsmót UMFÍ 2018
5.000.000
Vegahúsið ungmennahús Viðhald Vegahússins ungmennahúss
600.000
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því